Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 11:45 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir. Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir.
Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16
Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49