Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 10:26 Hilmar segir að það ætti ekki að koma Sigurði Inga á óvart að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
„Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira