Minnast Ibrahims á Shalimar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 07:00 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. Á minningarsíðu Ibrahims á Facebook er greint frá tilboðinu og fólk hvatt til að minnast Ibrahims með fjölskyldu hans á pakistanska veitingastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Réttirnir sem um ræðir eru Tandoori kjúklingur, Tikka Masala kjúklingur og grænmetis karrý. Réttirnir verða allir seldir á 999 krónur fyrir þá sem sækja. Uz-Zaman fjölskyldan hefur rekið veitingastaðinn í á þriðja áratug. „Við bjóðum ykkur að fagna afmæli elsku Ibrahims sem hefði orðið níu ára,“ segir í tilkynningu frá Shalimar. Á minningarsíðu Ibrahims kemur fram að fjölskylda hans sé að stofna sjóðinn Minningarsjóður Ibrahim Shah. Sjóðinn á að nýta til að auka öryggi barna í umferðinni og fleiri verkefni til að koma boðskapi Ibrahims á framfæri og heiðra minningu hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa haft adraganda slyssins til rannsóknar. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn lögreglu á banaslysinu væri lokið. Verið væri að safna gögnum og málið færi svo á ákærusvið sem tæki ákvörðun hvort gefin yrði út ákæra á hendur ökumanni steypubílsins. Hafnarfjörður Veitingastaðir Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á minningarsíðu Ibrahims á Facebook er greint frá tilboðinu og fólk hvatt til að minnast Ibrahims með fjölskyldu hans á pakistanska veitingastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Réttirnir sem um ræðir eru Tandoori kjúklingur, Tikka Masala kjúklingur og grænmetis karrý. Réttirnir verða allir seldir á 999 krónur fyrir þá sem sækja. Uz-Zaman fjölskyldan hefur rekið veitingastaðinn í á þriðja áratug. „Við bjóðum ykkur að fagna afmæli elsku Ibrahims sem hefði orðið níu ára,“ segir í tilkynningu frá Shalimar. Á minningarsíðu Ibrahims kemur fram að fjölskylda hans sé að stofna sjóðinn Minningarsjóður Ibrahim Shah. Sjóðinn á að nýta til að auka öryggi barna í umferðinni og fleiri verkefni til að koma boðskapi Ibrahims á framfæri og heiðra minningu hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa haft adraganda slyssins til rannsóknar. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn lögreglu á banaslysinu væri lokið. Verið væri að safna gögnum og málið færi svo á ákærusvið sem tæki ákvörðun hvort gefin yrði út ákæra á hendur ökumanni steypubílsins.
Hafnarfjörður Veitingastaðir Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18