Hver er ráðherra stafrænnar innleiðingar? Rósa María Hjörvar skrifar 10. janúar 2024 13:41 Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Og stafræna byltingin er ekki bara í orði. Undanfarna mánuði hefur þróunin verið á blússandi siglingu og varla sú þjónusta eða stofnun sem ekki fyrirfinnst í stafrænu formi í upphafi þessa nýja árs. En það eru ýmsar blikur á lofti. Rafrænu skilríkin sem áttu að vera lykillinn að stafrænni framtíð eru ekki aðgengileg öllum. Raunar eru margir fötlunnarhópar sem geta ekki nýtt sér þessi nýju skilríki. Kærunefnd jafnréttismála, sendi í nóvember á síðasta ári frá sér úrskurð sem staðfesti að Arion banki og Auðkenni hefði verið óheimilt að neita fatlaðri konu um rafræn skilríki. Ítrekað gerist að að fötluðu fólki er neitað um þessi skilríki eða að það einfaldlega geti ekki nýtt sér þau og missir þannig aðgang að lykilþjónustu sem áður var aðgengileg. Stafræna byltingin bætir þannig við hindrunum fyrir fatlað fólk eins og staðan er í dag, hún ryður þeim ekki úr vegi. Þótt þessi tiltekni vandi gæti virst afmarkaður er hann það ekki. Hann er til marks um skort á taumhaldi á þessari stærstu umbreytingu okkar tíma. Hann er kanarífuglinn í kolanámunni sem sýnir það svo glöggt að okkur hefur ekki tekist að stjórna þessari tæknibyltingu heldur hefur tæknin fengið að ráða ferðinni. Tæknin ber með sér ótrúleg tækifæri. Með henni er hægt að brúa bil sem fyrir bara örfáum árum hefði verið óhugsandi að þvera. Hvort sem það varðar fötlun, fjarlægð eða félagslega stöðu hefur þessi tækni þann eiginleika að geta jafnað stöðu fólks og aðgengi að samfélagi okkar. Staðan er hins vegar sú að við erum á hraðferð í ranga átt, og stórir hópar upplifa minna aðgengi að því samfélagi sem þeir búa í. Þetta á við um fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, en líka eldri borgara og þá sem vegna félagslegrar stöðu hafa ekki sömu tök á að tileinka sér tækni. Það eru einmitt þeir hópar sem tæknin átti að byggja brú til. Við erum að kasta barninu út með baðvatninu. Í flýtinum við að innleiða ný kerfi til að auka hraða og hagræðingu er ekki aðeins dregið úr fyrri þjónustuleiðum heldur eru þær oft alfarið afnumdar. Því er æ sjaldséðara að hægt sé að fá aðstoð frá lifandi manneskju og inngangnum að stafrænu leiðunum er svo örugglega gætt að fólk kemst oft ekki inn í þjónustugáttina. Sannleikurinn er sá að þröngur hópur úr tækni og viðskiptageiranum hefur slegið taktinn í þróuninni, hópur sem hefur ekki innsýn í eða sýn á samfélagið sem heild eða hugmyndir um aukin jöfnuð eða almenn gæði. Því hefur öll áhersla verið lögð á hagræðingu og aukna þjónustu fyrir meðaljóninn og allir aðrir mætt afgangi. Fólk efast oft um ágæti stjórnmálamanna. En hér birtist skýrt hvert hlutverk þeirra er í samfélagsskipan okkar. Það er stjórnmálanna að leiða og beisla þá þróun sem á sér stað og beina henni í þann farveg sem er samfélaginu fyrir bestu. Það er ekki hlutverk tæknimanna, né heldur viðskiptafræðinga – þeir sinna öðrum skyldum. Það hefur svo sem ekki skort á áhuga hjá stjórnmálamönnum og margir hafa lofað þessa byltingu. Lagt áherslu á hana, skipað starfshópa um hana og gefið út skýrslur. En enginn hefur stigið inn til ábyrgðar og það er kannski ekkert skrýtið. Eins og er þá er hún; tækniþróunin á forræði allra ráðuneyta. Hún fellur undir fjármála- og efnahagsráðuneytið þegar átt er við stafræn samskipti hins opinbera, en við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þegar um er að ræða samskipti við fatlað fólk. Hún heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hvað varðar háskóla og nýsköpun, en menningar- og viðskiptaráðuneyti þegar við ræðum um íslenska máltækni og innleiðingu í viðskiptalífinu. Og þannig mætti lengi telja. Það virðist reyndar vera minnst um þessi mál undir innviðaráðuneytinu – þótt þetta snúist eiginlega um innviði – en það er kannski önnur saga. En hvað gera bændur þá? Eigum við að halla okkur aftur og láta lítinn hóp manna, sem ekki hafa neitt lýðræðislegt umboð, ráða því hvernig þjóðfélag okkar þróast til framtíðar? Það er ekki gæfulegt og mun kosta skattgreiðendur, því það mun auðvitað verða nauðsynlegt að þróa nothæfa innviði fyrir alla á endanum. Til að forðast tvíverknað og þá félagslegu einangrun sem við sjáum í kjölfar innleiðingarinnar er ágætt að líta til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum. Þar eru venjan að hafa svokallaða „stafræna ráðherra“. Þá er ekki átt við gervigreind sem sinnir störfum ráðherra, heldur einfaldlega að einhver í ríkistjórn hafi þann titil og beri þannig ábyrgð á þeirri þróun sem á sér stað. Með því er tryggt að ekkert falli á milli stóla og að sú stefnumótun sem á sér stað á sviði stafrænnar þróunar skili sér í nothæfum lausnum. Það er borðliggjandi að við hér á landi fáum ráðherra stafrænnar innleiðingar. Einn ábyrgðaraðila sem getur fylgt málum eftir í stjórnsýslu og átt samtal við atvinnulífið. Að það sé staður fyrir félagsamtök að leita til þegar við höfum almennar áhyggjur af þróun mála og að hægt sé að draga einhvern til ábyrgðar. Stafræna byltingin er sá einstaki atburður sem mun hafa mest áhrif á líf og kjör okkar næstu áratugi og það er lýðræðislegt vandamál að Alþingi Íslendinga og stjórnarráðið séu ekki virkari í mótun þessara breytinga en raun ber vitni. Þetta snýst ekki bara um að dásama breytingar sem vissulega eru margar til góðs eða veita endalausum fjármunum í uppbyggingu - heldur um að sigla þjóðarskútunni í gegnum þetta breytingarskeið þannig að við verðum betra og ríkara samfélag þegar upp er staðið. Samfélag þar sem til að mynda fatlað fólk hefur fleiri tækifæri – ekki færri. Til þess þarf pólítíska ábyrgð – og ábyrgðaraðila. Ekkert um okkur – án okkar! Höfundur er stafrænn verkefnastjóri hjá ÖBÍ Réttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Málefni fatlaðs fólks Stafræn þróun Alþingi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Og stafræna byltingin er ekki bara í orði. Undanfarna mánuði hefur þróunin verið á blússandi siglingu og varla sú þjónusta eða stofnun sem ekki fyrirfinnst í stafrænu formi í upphafi þessa nýja árs. En það eru ýmsar blikur á lofti. Rafrænu skilríkin sem áttu að vera lykillinn að stafrænni framtíð eru ekki aðgengileg öllum. Raunar eru margir fötlunnarhópar sem geta ekki nýtt sér þessi nýju skilríki. Kærunefnd jafnréttismála, sendi í nóvember á síðasta ári frá sér úrskurð sem staðfesti að Arion banki og Auðkenni hefði verið óheimilt að neita fatlaðri konu um rafræn skilríki. Ítrekað gerist að að fötluðu fólki er neitað um þessi skilríki eða að það einfaldlega geti ekki nýtt sér þau og missir þannig aðgang að lykilþjónustu sem áður var aðgengileg. Stafræna byltingin bætir þannig við hindrunum fyrir fatlað fólk eins og staðan er í dag, hún ryður þeim ekki úr vegi. Þótt þessi tiltekni vandi gæti virst afmarkaður er hann það ekki. Hann er til marks um skort á taumhaldi á þessari stærstu umbreytingu okkar tíma. Hann er kanarífuglinn í kolanámunni sem sýnir það svo glöggt að okkur hefur ekki tekist að stjórna þessari tæknibyltingu heldur hefur tæknin fengið að ráða ferðinni. Tæknin ber með sér ótrúleg tækifæri. Með henni er hægt að brúa bil sem fyrir bara örfáum árum hefði verið óhugsandi að þvera. Hvort sem það varðar fötlun, fjarlægð eða félagslega stöðu hefur þessi tækni þann eiginleika að geta jafnað stöðu fólks og aðgengi að samfélagi okkar. Staðan er hins vegar sú að við erum á hraðferð í ranga átt, og stórir hópar upplifa minna aðgengi að því samfélagi sem þeir búa í. Þetta á við um fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, en líka eldri borgara og þá sem vegna félagslegrar stöðu hafa ekki sömu tök á að tileinka sér tækni. Það eru einmitt þeir hópar sem tæknin átti að byggja brú til. Við erum að kasta barninu út með baðvatninu. Í flýtinum við að innleiða ný kerfi til að auka hraða og hagræðingu er ekki aðeins dregið úr fyrri þjónustuleiðum heldur eru þær oft alfarið afnumdar. Því er æ sjaldséðara að hægt sé að fá aðstoð frá lifandi manneskju og inngangnum að stafrænu leiðunum er svo örugglega gætt að fólk kemst oft ekki inn í þjónustugáttina. Sannleikurinn er sá að þröngur hópur úr tækni og viðskiptageiranum hefur slegið taktinn í þróuninni, hópur sem hefur ekki innsýn í eða sýn á samfélagið sem heild eða hugmyndir um aukin jöfnuð eða almenn gæði. Því hefur öll áhersla verið lögð á hagræðingu og aukna þjónustu fyrir meðaljóninn og allir aðrir mætt afgangi. Fólk efast oft um ágæti stjórnmálamanna. En hér birtist skýrt hvert hlutverk þeirra er í samfélagsskipan okkar. Það er stjórnmálanna að leiða og beisla þá þróun sem á sér stað og beina henni í þann farveg sem er samfélaginu fyrir bestu. Það er ekki hlutverk tæknimanna, né heldur viðskiptafræðinga – þeir sinna öðrum skyldum. Það hefur svo sem ekki skort á áhuga hjá stjórnmálamönnum og margir hafa lofað þessa byltingu. Lagt áherslu á hana, skipað starfshópa um hana og gefið út skýrslur. En enginn hefur stigið inn til ábyrgðar og það er kannski ekkert skrýtið. Eins og er þá er hún; tækniþróunin á forræði allra ráðuneyta. Hún fellur undir fjármála- og efnahagsráðuneytið þegar átt er við stafræn samskipti hins opinbera, en við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þegar um er að ræða samskipti við fatlað fólk. Hún heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hvað varðar háskóla og nýsköpun, en menningar- og viðskiptaráðuneyti þegar við ræðum um íslenska máltækni og innleiðingu í viðskiptalífinu. Og þannig mætti lengi telja. Það virðist reyndar vera minnst um þessi mál undir innviðaráðuneytinu – þótt þetta snúist eiginlega um innviði – en það er kannski önnur saga. En hvað gera bændur þá? Eigum við að halla okkur aftur og láta lítinn hóp manna, sem ekki hafa neitt lýðræðislegt umboð, ráða því hvernig þjóðfélag okkar þróast til framtíðar? Það er ekki gæfulegt og mun kosta skattgreiðendur, því það mun auðvitað verða nauðsynlegt að þróa nothæfa innviði fyrir alla á endanum. Til að forðast tvíverknað og þá félagslegu einangrun sem við sjáum í kjölfar innleiðingarinnar er ágætt að líta til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum. Þar eru venjan að hafa svokallaða „stafræna ráðherra“. Þá er ekki átt við gervigreind sem sinnir störfum ráðherra, heldur einfaldlega að einhver í ríkistjórn hafi þann titil og beri þannig ábyrgð á þeirri þróun sem á sér stað. Með því er tryggt að ekkert falli á milli stóla og að sú stefnumótun sem á sér stað á sviði stafrænnar þróunar skili sér í nothæfum lausnum. Það er borðliggjandi að við hér á landi fáum ráðherra stafrænnar innleiðingar. Einn ábyrgðaraðila sem getur fylgt málum eftir í stjórnsýslu og átt samtal við atvinnulífið. Að það sé staður fyrir félagsamtök að leita til þegar við höfum almennar áhyggjur af þróun mála og að hægt sé að draga einhvern til ábyrgðar. Stafræna byltingin er sá einstaki atburður sem mun hafa mest áhrif á líf og kjör okkar næstu áratugi og það er lýðræðislegt vandamál að Alþingi Íslendinga og stjórnarráðið séu ekki virkari í mótun þessara breytinga en raun ber vitni. Þetta snýst ekki bara um að dásama breytingar sem vissulega eru margar til góðs eða veita endalausum fjármunum í uppbyggingu - heldur um að sigla þjóðarskútunni í gegnum þetta breytingarskeið þannig að við verðum betra og ríkara samfélag þegar upp er staðið. Samfélag þar sem til að mynda fatlað fólk hefur fleiri tækifæri – ekki færri. Til þess þarf pólítíska ábyrgð – og ábyrgðaraðila. Ekkert um okkur – án okkar! Höfundur er stafrænn verkefnastjóri hjá ÖBÍ Réttindasamtök.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun