„Komin býsna mikil alvara í málið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2024 07:00 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. Á miðvikudag var undirritað samkomulag milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptingu á byggingu nýrrar Þjóðarhallar. Samhliða því var stofnað félag, Þjóðarhöll ehf., sem mun halda utan um verkið. Miklu hefur verið lofað í málefnum þjóðarhallar í áraraðir en minna verið um efndir. Því er vert að spyrja hvað sé öðruvísi í þetta skiptið og bendi til þess að ný höll fái loks að rísa. „Það er einfaldlega þannig að við erum að taka þetta skref fyrir skref og fylgja þessu fast eftir. Þetta var mikilvægur áfangi núna. Svo höldum við bara áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem fer með málefni íþrótta. Næst á dagskrá er útboðs- og hönnunarferli. „Þá er nú komin býsna mikil alvara í málið.“ segir Ásmundur. Ásmundur segir þetta skref marka ákveðin tímamót. Aldrei hafi málefni hallarinnar komist eins langt og nú og aldrei verið nálægt álíka samkomulagi um kostnaðarliðinn milli ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að verkið kosti um 14 milljarða. „Þetta hefur náttúrulega aldrei farið svona langt áður. Menn hafa aldrei sest niður og rætt kostnaðarskiptingu, formlega komið sér saman um staðsetningu og svo núna er búið að stofna félag í kringum þennan grunn sem er búið að byggja. Það eru í rauninni ekki margir hjallar eftir.“ segir Ásmundur. Verkið hefur frestast sem Ásmundur segir stýrast af stýrivaxtahækkunum. Stefnt er að því að höllin verði risin 2027. „Þegar stýrivextir fóru hækkandi hægði aðeins á verkefninu, sem hefur komið fram. Það sem við erum að sjá núna, miðað við uppfærða tímaáætlun á þessu, reiknum við með að höllin verði tekin í notkun árið 2027.“ Eitt skref í einu Það er ekki bara Laugardalshöll sem er á undanþágum frá alþjóðasamböndum vegna vankanta. Sömu sögu er að segja af Laugardalsvelli sem er kominn til ára sinna. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, eru á meðal aðila sem hafa kallað eftir allsherjar uppstokkun í Laugardal og heildaríþróttamiðstöð. Ásmundur segir höllina efsta á lista, aðrir kostir verði skoðaðir í framhaldinu. „Í framhaldinu þurfum við að taka aðra þjóðarleikvanga til skoðunar. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum unnið mörg mál í einu. Þess vegna höfum við sett þjóðarhöllina fyrst. Ég fullyrði það að aldrei hafa eins margir í ráðuneytinu unnið í málefnum íþrótta eins og einmitt þessi misserin,“ segir Ásmundur Einar. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Skipulag Tengdar fréttir Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. 14. október 2023 09:01 Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. 1. desember 2023 21:43 Sammála Þorsteini: „Til háborinnar skammar“ Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar. 4. desember 2023 08:00 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Kostnaður við þjóðarhöll rúmir 14 milljarðar Talið er að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert er að höllin verði nítján þúsund fermetrar og taki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025. 13. janúar 2023 18:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Á miðvikudag var undirritað samkomulag milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptingu á byggingu nýrrar Þjóðarhallar. Samhliða því var stofnað félag, Þjóðarhöll ehf., sem mun halda utan um verkið. Miklu hefur verið lofað í málefnum þjóðarhallar í áraraðir en minna verið um efndir. Því er vert að spyrja hvað sé öðruvísi í þetta skiptið og bendi til þess að ný höll fái loks að rísa. „Það er einfaldlega þannig að við erum að taka þetta skref fyrir skref og fylgja þessu fast eftir. Þetta var mikilvægur áfangi núna. Svo höldum við bara áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem fer með málefni íþrótta. Næst á dagskrá er útboðs- og hönnunarferli. „Þá er nú komin býsna mikil alvara í málið.“ segir Ásmundur. Ásmundur segir þetta skref marka ákveðin tímamót. Aldrei hafi málefni hallarinnar komist eins langt og nú og aldrei verið nálægt álíka samkomulagi um kostnaðarliðinn milli ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að verkið kosti um 14 milljarða. „Þetta hefur náttúrulega aldrei farið svona langt áður. Menn hafa aldrei sest niður og rætt kostnaðarskiptingu, formlega komið sér saman um staðsetningu og svo núna er búið að stofna félag í kringum þennan grunn sem er búið að byggja. Það eru í rauninni ekki margir hjallar eftir.“ segir Ásmundur. Verkið hefur frestast sem Ásmundur segir stýrast af stýrivaxtahækkunum. Stefnt er að því að höllin verði risin 2027. „Þegar stýrivextir fóru hækkandi hægði aðeins á verkefninu, sem hefur komið fram. Það sem við erum að sjá núna, miðað við uppfærða tímaáætlun á þessu, reiknum við með að höllin verði tekin í notkun árið 2027.“ Eitt skref í einu Það er ekki bara Laugardalshöll sem er á undanþágum frá alþjóðasamböndum vegna vankanta. Sömu sögu er að segja af Laugardalsvelli sem er kominn til ára sinna. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, eru á meðal aðila sem hafa kallað eftir allsherjar uppstokkun í Laugardal og heildaríþróttamiðstöð. Ásmundur segir höllina efsta á lista, aðrir kostir verði skoðaðir í framhaldinu. „Í framhaldinu þurfum við að taka aðra þjóðarleikvanga til skoðunar. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum unnið mörg mál í einu. Þess vegna höfum við sett þjóðarhöllina fyrst. Ég fullyrði það að aldrei hafa eins margir í ráðuneytinu unnið í málefnum íþrótta eins og einmitt þessi misserin,“ segir Ásmundur Einar.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Skipulag Tengdar fréttir Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. 14. október 2023 09:01 Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. 1. desember 2023 21:43 Sammála Þorsteini: „Til háborinnar skammar“ Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar. 4. desember 2023 08:00 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Kostnaður við þjóðarhöll rúmir 14 milljarðar Talið er að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert er að höllin verði nítján þúsund fermetrar og taki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025. 13. janúar 2023 18:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01
Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. 14. október 2023 09:01
Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. 1. desember 2023 21:43
Sammála Þorsteini: „Til háborinnar skammar“ Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar. 4. desember 2023 08:00
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Kostnaður við þjóðarhöll rúmir 14 milljarðar Talið er að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert er að höllin verði nítján þúsund fermetrar og taki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025. 13. janúar 2023 18:13