Handbolti

„And­lega sterkt að vinna leikinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már á fleygiferð í dag.
Bjarki Már á fleygiferð í dag. Vísir/Vilhelm

„Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.

Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins.

„Held að sóknarleikurinn hafi verið betri, förum illa með fullt af færum. Nú komumst við í gegn en vorum ekki að skora. Eigum við ekki að segja að þetta smelli allt á móti Ungverjum,“ bætti Bjarki Már við.

„Veit það ekki, erfitt að segja. Sýnum karakter í þessum leikjum, ekki góðir en með þrjú stig. Svartfellingar seigir líka, svo átti markvörðurinn leik lífs síns í markinu. Andlega sterkt að vinna leikinn en ég held það sjái það allir að við verðum að gera betur.“

„Maður kannast aðeins við Ungverjana, fjórða stórmótið í röð held ég sem við mætum þeim og alltaf einhverjir úrslitaleikir. Þeir tóku okkur síðast en við tökum þá núna,“ sagði Bjarki Már að lokum.

Klippa: Viðtal við Bjarka eftir leik við Svartfjallaland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×