Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Margrét Björk Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 11:58 Ríkisstjórnin hélt sérstakan aukafund í morgun um hamfarirnar í Grindavík. Vísir/Einar Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira