Handbolti

Björg­vin Páll átti bestu mark­vörslu dagsins á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri Íslands ásamt félögum sínum í landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri Íslands ásamt félögum sínum í landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Björgvin Páll Gústavsson stimplaði sig inn í Evrópumótið í leik tvö og átti mikinn þátt í fyrsta sigri íslenska landsliðsins á EM í handbolta 2024.

Björgvin Páll átti flotta innkomu í íslenska markið í sigrinum á móti Svartfjallalandi. Björgvin varði níu skot þar af mörg mikilvæg skot á lokamínútum leiksins.

Frammistaða íslenska markvarðarins fór ekki fram hjá þeim sem velja bestu markvörslu dagsins á Evrópumótinu.

Björgvin átti nefnilega bestu markvörslu dagsins á EM þegar hann varði tvö skot í röð í seinni hálfleiknum.

Björgvin varði fyrst skot frá Vasilije Kaluderovic og svo aftur frá Milos Vujovic í vinstra horninu eftir að frákastið endaði hjá honum.

Hér fyrir neðan má sjá vörslu Björgvins og hinar flottustu vörslur markvarða á fimmta degi á EM í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×