Ekki búandi í Grindavík næstu mánuði og jafnvel ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2024 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að búa þurfi Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika. Vísir/Einar Gosinu við Grindavík virðist lokið en prófessor í jarðeðlisfræði segir viðbúið að svipaðir atburðir endurtaki sig á næstu mánuðum og jafnvel árum. Grindavík sé ekki öruggur staður á meðan. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira