„Þetta lítur ekki nógu vel út“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. janúar 2024 13:11 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að hrunið hafi úr þeim sprungum sem fyrir voru í bænum en ekki líti út fyrir að fleiri hafi myndast. Vísir Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins. Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira