„Þá verður þetta aðeins persónulegra“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 15:00 Aron Pálmarsson með boltann í leiknum við Ungverja á HM fyrir ári síðan, sem Ísland tapaði með sárgrætilegum hætti. VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Aron Pálmarsson segir að leikur við Ungverjaland sé „aðeins persónulegri“ en aðrir leikir á EM í handbolta. Fram undan sé hörkuleikur í kvöld sem jafnframt sker úr um hvaða lið endar á toppi C-riðils og fer með fullt hús stiga í milliriðla. „Þetta er bara úrslitaleikur. Við erum svo sem búnir að vera í úrslitamómentum allt mótið og það leggst vel í okkur að takast á við þá,“ sagði Elliði Snær Viðarsson en þeir Aron ræddu saman við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í gær. Eftir sætan sigur á Svartfellingum á sunnudaginn var fókusinn kominn á Ungverja í gær: „Við erum búnir að mæta þeim nokkuð oft undanfarin stórmót og því oftar sem maður mætir þeim, á svona stuttum tíma, þá verður þetta aðeins persónulegra. Maður þekkir einhverja þarna og yfirleitt eru þetta mjög góðir leikir. Við búumst við hörkuleik og mikilli spennu, og ég held líka að þetta verði mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Aron. Klippa: Aron og Elliði þekkja Ungverja mætavel Ljóst er að ein helsta áskorun Íslendinga í kvöld felst í því að halda aftur af Bence Bánhidi, línumanninum tröllvaxna: „Það verður alla vega ekkert létt. Ég held að við verðum bara að vera 3-4 á honum og vonast til að markverðirnir taki skotin frá hinum. Það verður verðugt verkefni og kemur bara í ljós [í dag] hvernig við dílum við það,“ sagði Elliði. Það var lauflétt yfir mönnum í upphafi landsliðsæfingar í München í gær og hér knúsar Aron Pálmarsson hornamanninn Stiven Valencia innilega.VÍSIR/VILHELM Loksins komið að leiknum sem skiptir öllu máli Aron segir spilamennsku íslenska liðsins á réttri leið og vonast eftir frekari bætingum í dag: „Við vorum betri á móti Svartfellingum en gegn Serbum. Náðum að laga hluti sóknarlega, sérstaklega, en klikkuðum þá á dauðafærum. Ég var mjög ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur taktískt á móti Svartfellingum. Við þurfum að gera aðeins betur varnarlega þegar líður á leikina. Í fyrri hálfleik, í báðum leikjum, höfum við verið geggjaðir í vörn. Mér finnst vera stígandi og ég trúi því að við munum bara bæta okkar leik þegar líður á,“ sagði Aron, staðráðinn í að láta leikinn í kvöld ekki verða þann síðasta á þessu móti, rétt eins og Elliði: „Það er búið að vera markmið okkar allan tímann og það er loksins komið að leiknum sem skiptir öllu máli. Við verðum bara að vinna hann.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. 16. janúar 2024 12:30 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 EM í dag: Nýtt lag fyrir vörnina og verður Haukur leynivopnið? EM í dag fer ítarlega yfir stöðu mála á EM það er allt undir hjá strákunum okkar í kvöld. Sigur og liðið er í frábærum málum en tap gæti þýtt heimför. 16. janúar 2024 11:01 Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
„Þetta er bara úrslitaleikur. Við erum svo sem búnir að vera í úrslitamómentum allt mótið og það leggst vel í okkur að takast á við þá,“ sagði Elliði Snær Viðarsson en þeir Aron ræddu saman við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í gær. Eftir sætan sigur á Svartfellingum á sunnudaginn var fókusinn kominn á Ungverja í gær: „Við erum búnir að mæta þeim nokkuð oft undanfarin stórmót og því oftar sem maður mætir þeim, á svona stuttum tíma, þá verður þetta aðeins persónulegra. Maður þekkir einhverja þarna og yfirleitt eru þetta mjög góðir leikir. Við búumst við hörkuleik og mikilli spennu, og ég held líka að þetta verði mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Aron. Klippa: Aron og Elliði þekkja Ungverja mætavel Ljóst er að ein helsta áskorun Íslendinga í kvöld felst í því að halda aftur af Bence Bánhidi, línumanninum tröllvaxna: „Það verður alla vega ekkert létt. Ég held að við verðum bara að vera 3-4 á honum og vonast til að markverðirnir taki skotin frá hinum. Það verður verðugt verkefni og kemur bara í ljós [í dag] hvernig við dílum við það,“ sagði Elliði. Það var lauflétt yfir mönnum í upphafi landsliðsæfingar í München í gær og hér knúsar Aron Pálmarsson hornamanninn Stiven Valencia innilega.VÍSIR/VILHELM Loksins komið að leiknum sem skiptir öllu máli Aron segir spilamennsku íslenska liðsins á réttri leið og vonast eftir frekari bætingum í dag: „Við vorum betri á móti Svartfellingum en gegn Serbum. Náðum að laga hluti sóknarlega, sérstaklega, en klikkuðum þá á dauðafærum. Ég var mjög ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur taktískt á móti Svartfellingum. Við þurfum að gera aðeins betur varnarlega þegar líður á leikina. Í fyrri hálfleik, í báðum leikjum, höfum við verið geggjaðir í vörn. Mér finnst vera stígandi og ég trúi því að við munum bara bæta okkar leik þegar líður á,“ sagði Aron, staðráðinn í að láta leikinn í kvöld ekki verða þann síðasta á þessu móti, rétt eins og Elliði: „Það er búið að vera markmið okkar allan tímann og það er loksins komið að leiknum sem skiptir öllu máli. Við verðum bara að vinna hann.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. 16. janúar 2024 12:30 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 EM í dag: Nýtt lag fyrir vörnina og verður Haukur leynivopnið? EM í dag fer ítarlega yfir stöðu mála á EM það er allt undir hjá strákunum okkar í kvöld. Sigur og liðið er í frábærum málum en tap gæti þýtt heimför. 16. janúar 2024 11:01 Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01
Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. 16. janúar 2024 12:30
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02
EM í dag: Nýtt lag fyrir vörnina og verður Haukur leynivopnið? EM í dag fer ítarlega yfir stöðu mála á EM það er allt undir hjá strákunum okkar í kvöld. Sigur og liðið er í frábærum málum en tap gæti þýtt heimför. 16. janúar 2024 11:01
Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01