Tímamót í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 16. janúar 2024 14:31 Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga. Breytingar og samvinna Í aðdraganda borgarstjóraskiptanna hefur mikið verið rætt um hvaða breytingar þær munu hafa í för með sér. Slík umræða er eðlileg eftir langa valdatíð fráfarandi borgarstjóra. Niðurstaða kosninganna var ákall um breytingar og með nýjum borgarstjóra munu fylgja nýjar áherslur. Það er þó ekki þannig að við höfum setið auðum höndum síðustu 18 mánuði heldur höfum við unnið að því að breyta til hins betra í Reykjavík frá fyrsta degi okkar í embætti. Má í því samhengi nefna að búið er að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur, stuðningur við dagforeldra hefur aukist töluvert og foreldrar barna eldri en 18 mánaða greiða nú sama gjald hjá dagforeldrum og í leikskólum, næturstrætó fór aftur af stað í Reykjavík, farið var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir hagnaði, unnið er að framgangi Sundabrautar og Samgöngusáttmáls, sett var af stað viðhaldsátak í skólahúsnæði, snjómokstur hefur verið stórbættur, uppbygging þjóðarhallar er í góðum farvegi og unnið er að fjölgun leikskólaplássa. Þetta er ekki tæmandi talning en gefur góða von um framfarir. Áskoranirnar framundan eru fjölmargar. Einar hefur sýnt djúpstæðan skilning á þeim áskorunum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir hvort sem þær tengjast þróun efnahagsmála, húsnæðisuppbyggingu, sorphirðu eða fjölgun leikskólaplássa. Ég er bjartsýn á að hægt sé að vinna úr þessum verkefnum á farsælan máta með samvinnu að leiðarljósi. Markmiðið er þó í bráð og lengd að hrinda framfaramálum í framkvæmd. Þakklæti á þessum tímamótum Borgarstjóraskiptin marka einnig tímamót fyrir Framsókn en þetta er í fyrsta skipti í 107 ára sögu flokksins sem Framsókn mun eiga borgarstjóra. Öflugur framboðslisti Framsóknar í síðustu kosningum undir forystu Einars leiddi til farsælustu niðurstöðu flokksins í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Við eigum baklandinu og grasrót Framsóknar í Reykjavík allt að þakka fyrir árangur Framsóknar í kosningunum. Kosningabarátta er stórt samvinnuverkefni ólíkra aðila á öllum aldri sem hafa öll það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins. Ég vil á þessum tímamótum þakka fyrir þeirra starf í þágu flokksins en líka þakka borgarbúum fyrir góð og gagnleg samtöl bæði í aðdraganda og eftir kosningar. Við erum hér til að hlusta og vinna í þágu Reykvíkinga. Ég hvet ykkur, borgarbúar, til að halda áfram að heyra í okkur og deila með okkur sýn ykkar. Þannig getum við betur þróað borgina okkar í sameiningu. Ég þakka einnig fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni fyrir störf hans í þágu borgarbúa um árabil. Enn og aftur, óska ég Einar Þorsteinssyni til hamingju með borgarstjóratitilinn! Megi starfstími þinn einkennast af velgengni, samvinnu og blómlegri Reykjavík! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga. Breytingar og samvinna Í aðdraganda borgarstjóraskiptanna hefur mikið verið rætt um hvaða breytingar þær munu hafa í för með sér. Slík umræða er eðlileg eftir langa valdatíð fráfarandi borgarstjóra. Niðurstaða kosninganna var ákall um breytingar og með nýjum borgarstjóra munu fylgja nýjar áherslur. Það er þó ekki þannig að við höfum setið auðum höndum síðustu 18 mánuði heldur höfum við unnið að því að breyta til hins betra í Reykjavík frá fyrsta degi okkar í embætti. Má í því samhengi nefna að búið er að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur, stuðningur við dagforeldra hefur aukist töluvert og foreldrar barna eldri en 18 mánaða greiða nú sama gjald hjá dagforeldrum og í leikskólum, næturstrætó fór aftur af stað í Reykjavík, farið var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir hagnaði, unnið er að framgangi Sundabrautar og Samgöngusáttmáls, sett var af stað viðhaldsátak í skólahúsnæði, snjómokstur hefur verið stórbættur, uppbygging þjóðarhallar er í góðum farvegi og unnið er að fjölgun leikskólaplássa. Þetta er ekki tæmandi talning en gefur góða von um framfarir. Áskoranirnar framundan eru fjölmargar. Einar hefur sýnt djúpstæðan skilning á þeim áskorunum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir hvort sem þær tengjast þróun efnahagsmála, húsnæðisuppbyggingu, sorphirðu eða fjölgun leikskólaplássa. Ég er bjartsýn á að hægt sé að vinna úr þessum verkefnum á farsælan máta með samvinnu að leiðarljósi. Markmiðið er þó í bráð og lengd að hrinda framfaramálum í framkvæmd. Þakklæti á þessum tímamótum Borgarstjóraskiptin marka einnig tímamót fyrir Framsókn en þetta er í fyrsta skipti í 107 ára sögu flokksins sem Framsókn mun eiga borgarstjóra. Öflugur framboðslisti Framsóknar í síðustu kosningum undir forystu Einars leiddi til farsælustu niðurstöðu flokksins í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Við eigum baklandinu og grasrót Framsóknar í Reykjavík allt að þakka fyrir árangur Framsóknar í kosningunum. Kosningabarátta er stórt samvinnuverkefni ólíkra aðila á öllum aldri sem hafa öll það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins. Ég vil á þessum tímamótum þakka fyrir þeirra starf í þágu flokksins en líka þakka borgarbúum fyrir góð og gagnleg samtöl bæði í aðdraganda og eftir kosningar. Við erum hér til að hlusta og vinna í þágu Reykvíkinga. Ég hvet ykkur, borgarbúar, til að halda áfram að heyra í okkur og deila með okkur sýn ykkar. Þannig getum við betur þróað borgina okkar í sameiningu. Ég þakka einnig fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni fyrir störf hans í þágu borgarbúa um árabil. Enn og aftur, óska ég Einar Þorsteinssyni til hamingju með borgarstjóratitilinn! Megi starfstími þinn einkennast af velgengni, samvinnu og blómlegri Reykjavík! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun