Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:14 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir aðgerðir við að koma á heitu vatni í Grindavíkurbæ hafa gengið vel. Vísir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira