Sigmundur Davíð vill að byggð verði ný Grindavík Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2024 20:01 Þingflokksformenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata mættu ásamt formönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í Pallborðið til Heimis Más í dag. Stöð 2/Ívar Breið samstaða er að myndast um að stjórnvöld leysi þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi tóku undir þetta í Pallborðinu í dag. Formaður Miðflokksins vill að reist verði ný Grindavík. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir stöðuna í Grindavík hafa gerbreyst um helgina. „Ég skil það bara mjög vel að það skuli vera núna að vakna í huga sífellt fleiri Grindvíkinga þessar spurningar og efasemdir um hvort byggjandi þarna áfram með fjölskyldum. Með tilliti til öryggismála svo dæmi sé tekið. Hvort fólk hafi það í sér að flytja þangað aftur inn í óvissuna,“ sagði Hanna Katrín. Það væri alger samstaða um það á Alþingi að gera ætti allt sem hægt væri til að hjálpa Grindvíkingum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata tók undir þetta. „Síðan höfum við kannski skiptar skoðanir á útfærslunni en erum sammála um að vinna hana. Svo er ákveðinn meirihluti á þinginu og ég held að þau hafi kannski leyft sér þann lúxus að vona bara hið besta. Mér finnst það einhvern veginn áberandi. Miðað við að fyrir tveimur mánuðum á þessi rýming sér stað, svo við tölum ekki þessi tvö ár á undan, þá liggur strax ljóst fyrir þar að ein sviðsmyndin er að það þurfi í lengri tíma að rýma þennan bæ,” sagði Þórhildur Sunna. Inga Sæland, Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pallborðinu í dag.Stöð 2/Ívar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti einnig á það andlega álag sem Grindvíkingar væru undir og huga þyrfti að. „Það getur verið mjög skynsamlegt og við styðjum að það sé skoðað að kaupa upp eignir þeirra sem það vilja. Það þarf hins vegar auðvitað að útfæra það mjög vel. Það þarf að skoða hvaða áhrif það hefur á hagkerfið, hvaða áhrif það hefur á húsnæðismál almennt í landinu og miða aðgerðirnar við það. En skilaboðin eiga að vera skilyrðislaust; já, við erum tilbúin til að gera þetta,“ sagði Logi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nýjan raunveruleika vera að renna upp fyrir fólki. Nú þurfi að íhuga þann möguleika að byggja nýja og fallega Grindavík.Stöð 2/Ívar Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði ríkissjóð vel geta staðið undir aðstoð við Grindvíkinga. Þú telur eins og þau kannski að þetta sé leið sem stjónvöld eigi að bjóða upp á? „Já alveg skilyrðislaust og ég tek undir með Loga að það er mjög mikið andlegt niðurbrot hjá fjölskyldunum í Grindavík. Maður getur engan veginn sett sig í þessi spor. Maður horfði bara lamaður á hlutina gerast á sunnudaginn og var að ímynda sér, Guð minn góður, þarna var hraunið að flæða yfir eignir fólks. Það var að hofa á heimilin sín brenna í beinni útsendingu. Maður getur engan veginn sett sig í þessi spor,” sagði Inga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur einsýnt að ríkið eigi að leysa þá Grindvíkinga sem það vilji undan húseignum þeirra. „Það er ákveðinn vendipunktur núna. Það er að renna upp fyrir fólki að það kemst ekki til baka á næstunni. Ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Þá auðvitað endurmeta menn stöðuna. En það sem flestir ef ekki allir segja er að þeir vilja samt varðveita samfélagið. Þá getum við þurft að velta fyrir okkur hlutum á borð við að byggja upp nýja Grindavík. Hafa tvær Grindavíkur,” sagði Sigmundur Davíð. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pallborðið Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. 17. janúar 2024 14:53 Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. 17. janúar 2024 14:03 Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. 17. janúar 2024 13:44 Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir stöðuna í Grindavík hafa gerbreyst um helgina. „Ég skil það bara mjög vel að það skuli vera núna að vakna í huga sífellt fleiri Grindvíkinga þessar spurningar og efasemdir um hvort byggjandi þarna áfram með fjölskyldum. Með tilliti til öryggismála svo dæmi sé tekið. Hvort fólk hafi það í sér að flytja þangað aftur inn í óvissuna,“ sagði Hanna Katrín. Það væri alger samstaða um það á Alþingi að gera ætti allt sem hægt væri til að hjálpa Grindvíkingum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata tók undir þetta. „Síðan höfum við kannski skiptar skoðanir á útfærslunni en erum sammála um að vinna hana. Svo er ákveðinn meirihluti á þinginu og ég held að þau hafi kannski leyft sér þann lúxus að vona bara hið besta. Mér finnst það einhvern veginn áberandi. Miðað við að fyrir tveimur mánuðum á þessi rýming sér stað, svo við tölum ekki þessi tvö ár á undan, þá liggur strax ljóst fyrir þar að ein sviðsmyndin er að það þurfi í lengri tíma að rýma þennan bæ,” sagði Þórhildur Sunna. Inga Sæland, Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pallborðinu í dag.Stöð 2/Ívar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti einnig á það andlega álag sem Grindvíkingar væru undir og huga þyrfti að. „Það getur verið mjög skynsamlegt og við styðjum að það sé skoðað að kaupa upp eignir þeirra sem það vilja. Það þarf hins vegar auðvitað að útfæra það mjög vel. Það þarf að skoða hvaða áhrif það hefur á hagkerfið, hvaða áhrif það hefur á húsnæðismál almennt í landinu og miða aðgerðirnar við það. En skilaboðin eiga að vera skilyrðislaust; já, við erum tilbúin til að gera þetta,“ sagði Logi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nýjan raunveruleika vera að renna upp fyrir fólki. Nú þurfi að íhuga þann möguleika að byggja nýja og fallega Grindavík.Stöð 2/Ívar Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði ríkissjóð vel geta staðið undir aðstoð við Grindvíkinga. Þú telur eins og þau kannski að þetta sé leið sem stjónvöld eigi að bjóða upp á? „Já alveg skilyrðislaust og ég tek undir með Loga að það er mjög mikið andlegt niðurbrot hjá fjölskyldunum í Grindavík. Maður getur engan veginn sett sig í þessi spor. Maður horfði bara lamaður á hlutina gerast á sunnudaginn og var að ímynda sér, Guð minn góður, þarna var hraunið að flæða yfir eignir fólks. Það var að hofa á heimilin sín brenna í beinni útsendingu. Maður getur engan veginn sett sig í þessi spor,” sagði Inga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur einsýnt að ríkið eigi að leysa þá Grindvíkinga sem það vilji undan húseignum þeirra. „Það er ákveðinn vendipunktur núna. Það er að renna upp fyrir fólki að það kemst ekki til baka á næstunni. Ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Þá auðvitað endurmeta menn stöðuna. En það sem flestir ef ekki allir segja er að þeir vilja samt varðveita samfélagið. Þá getum við þurft að velta fyrir okkur hlutum á borð við að byggja upp nýja Grindavík. Hafa tvær Grindavíkur,” sagði Sigmundur Davíð. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Pallborðið Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. 17. janúar 2024 14:53 Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. 17. janúar 2024 14:03 Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. 17. janúar 2024 13:44 Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16
Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. 17. janúar 2024 14:53
Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. 17. janúar 2024 14:03
Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. 17. janúar 2024 13:44
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51