Besta lið Evrópu betlaði pening: Pínlegasta augnablikið á ævinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Jamina Caroline Roberts í leik með sænska landsliðinu í bronsleik HM. Getty/ Clicks Images Kvennalið Vipers hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta undanfarin þrjú ár en norska félagið þurfti að grípa til örþrifaráða til að forðast gjaldþrot. Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski handboltinn Noregur Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski handboltinn Noregur Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira