Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-24 | Færanýtingin kostaði sitt Ingvi Þór Sæmundsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 18. janúar 2024 17:30 Janus Daði Smárason og Ýmir Örn Gíslason stóðu sig báðir vel í kvöld. Vísir/Vilhelm Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar. Um var að ræða fyrsta leik liðanna í milliriðli en bæði lið voru stigalaus og því mátti búast við hörkuleik. Þýskaland, með Alfreð Gíslason við stjórnvölin, er á heimavelli og stemningin í Köln gríðarleg. Mikla athygli vakti þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður en hann var spilaður alltof, alltof hratt. Á endanum var þó rétt útgáfa spiluð. Leikurinn Fyrirliði vor Aron Pálmarsson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrstu sókn Íslands. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði annað mark Íslands skömmu síðar í aðeins annarri sókn íslenska liðsins. Í síðustu leikjum tók það Ísland töluvert lengri tíma að skora tvö mörk og mögulega var þetta merki þess efnis að sóknarleikurinn væri loks orðinn að þeirri smurðu vél sem fólk vonaðist eftir. Líkt og í fyrri leikjum Íslands á mótinu gátu leikmenn ekki skorað úr vítum en Viggó Kristjánsson brenndi af því fyrsta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði hins vegar skömmu síðar og staðan 4-2 Íslandi í vil þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Ómar Ingi Magnússon komst á blað þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Markið, ótrúlegt en satt, úr víti og staðan 5-3 Íslandi í vil. Þjóðverjar skoruðu hins vegar næstu fjögur mörk leiksins og komust þar af leiðandi yfir í fyrsta skipti. Í milli tíðinni brenndi Ómar Ingi af víti. You can't fool Andi Wolff! #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/L8HIzDVv5C— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum hafði Ísland aðeins skorað fimm mörk. Draumar fólks um að sóknarleikurinn væri hrokkinn í gang því byggðir á ranghugmyndum. Línuamðurinn Arnar Freyr Arnarsson stimplaði sig inn þegar hann jafnaði metin í 7-7 en Þjóðverjar komust yfir á nýjan leik strax í næstu sókn. Þá höfðu heimamenn ekki skorað í rúmar sex mínútur en Ísland ekki náð að nýta sér markaþurrð þeirra þýski nægilega vel. Liðin skiptust á að skora undir lok fyrri hálfleiks en það verður þó seint sagt að liðin hafi boðið upp á einhverja flugeldasýningu sóknarlega. Staðan í hálfleik 11-10 Þýskalandi í vil. Andreas Wolff, markvörður Þýskalands, maður leiksins fram til þessa en hann varði 8 skot í fyrri hálfleik. Á hinum enda vallarins hafði Viktor Gísli Hallgrímsson varið 6 skot. The is ! Hallgrímsson is not letting the Germans go through! #ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/H5K4pLaTH0— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og jafnaði metin. Þjóðverjar svöruðu hins vegar strax og komust fljótlega tveimur mörkum yfir. Munurinn var á bilinu eitt til tvö mörk þangað til Janus Daði Smárason jafnaði metin á 44. mínútu, hans fjórða í leiknum. Skömmu áður hafði Björgvin Páll Gústavsson komið inn og varið víti frá Juri Knorr. Ísland hélt áfram að spila frábæra vörn og fengu strákarnir nokkur tækifæri til að komast yfir í fyrsta skipti síðan snemma leiks en alltaf fóru færin forgörðum. Það þer þagnað til á 50. mínútu þegar Janus Daði - sem var einfaldlega frábær í síðari hálfleik - kom Íslandi yfir. Tíu mínútur eftir og Ísland með frumkvæðið, eða allavega í nokkrar sekúndur þangað til Ýmir Örn Gíslason fékk tveggja mínútna brottvísun. Að henni lokinni voru Þjóðverjar einu marki yfir og fengu svo vítakast í næstu sókn. Aftur kom Björgvin Páll í markið og aftur varði hann. Munurinn aðeins eitt mark þegar sex mínútur lifðu leiks. Í stað þess að jafna metin í næstu sókn var dæmdur ruðningur á Ómar Inga þegar hann stökk inn í vörn Þýskalands og lúðraði knettinum í netið. Ómar Ingi í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli varði næsta skot heimamanna sem fengu samt sem áður víti. Það endaði í netinu og tveggja marka munur þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks. Viggó gat minnkað muninn í eitt mark af vítalínunni en Wolff varði. Sem betur fer varði Viktor Gísli hinum megin og Ómar Ingi minnkaði muninn í eitt mark. Í næstu sókn var ruðningur dæmdur á Þýskaland og Ísland fékk vítakast. Sem fyrr fór það í súginn og Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, tók leikhlé. Sóknin sem Alfreð setti upp gekk eins og í sögu, Þýskaland skoraði og munurinn kominn upp í tvö mörk þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka. Eftir frábæran leik varnarlega var það vítanýtingin sem og nýting hornamanna Íslands sem fór með leikinn og ekki í fyrsta skipti á mótinu. last seconds between vs. #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/AW8cd6xUWU— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Lokatölur 26-24 og Ísland enn án stiga. Næsti leikur liðsins er gegn Frakklandi á laugardag. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar. Um var að ræða fyrsta leik liðanna í milliriðli en bæði lið voru stigalaus og því mátti búast við hörkuleik. Þýskaland, með Alfreð Gíslason við stjórnvölin, er á heimavelli og stemningin í Köln gríðarleg. Mikla athygli vakti þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður en hann var spilaður alltof, alltof hratt. Á endanum var þó rétt útgáfa spiluð. Leikurinn Fyrirliði vor Aron Pálmarsson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrstu sókn Íslands. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði annað mark Íslands skömmu síðar í aðeins annarri sókn íslenska liðsins. Í síðustu leikjum tók það Ísland töluvert lengri tíma að skora tvö mörk og mögulega var þetta merki þess efnis að sóknarleikurinn væri loks orðinn að þeirri smurðu vél sem fólk vonaðist eftir. Líkt og í fyrri leikjum Íslands á mótinu gátu leikmenn ekki skorað úr vítum en Viggó Kristjánsson brenndi af því fyrsta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði hins vegar skömmu síðar og staðan 4-2 Íslandi í vil þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Ómar Ingi Magnússon komst á blað þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Markið, ótrúlegt en satt, úr víti og staðan 5-3 Íslandi í vil. Þjóðverjar skoruðu hins vegar næstu fjögur mörk leiksins og komust þar af leiðandi yfir í fyrsta skipti. Í milli tíðinni brenndi Ómar Ingi af víti. You can't fool Andi Wolff! #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/L8HIzDVv5C— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum hafði Ísland aðeins skorað fimm mörk. Draumar fólks um að sóknarleikurinn væri hrokkinn í gang því byggðir á ranghugmyndum. Línuamðurinn Arnar Freyr Arnarsson stimplaði sig inn þegar hann jafnaði metin í 7-7 en Þjóðverjar komust yfir á nýjan leik strax í næstu sókn. Þá höfðu heimamenn ekki skorað í rúmar sex mínútur en Ísland ekki náð að nýta sér markaþurrð þeirra þýski nægilega vel. Liðin skiptust á að skora undir lok fyrri hálfleiks en það verður þó seint sagt að liðin hafi boðið upp á einhverja flugeldasýningu sóknarlega. Staðan í hálfleik 11-10 Þýskalandi í vil. Andreas Wolff, markvörður Þýskalands, maður leiksins fram til þessa en hann varði 8 skot í fyrri hálfleik. Á hinum enda vallarins hafði Viktor Gísli Hallgrímsson varið 6 skot. The is ! Hallgrímsson is not letting the Germans go through! #ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/H5K4pLaTH0— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og jafnaði metin. Þjóðverjar svöruðu hins vegar strax og komust fljótlega tveimur mörkum yfir. Munurinn var á bilinu eitt til tvö mörk þangað til Janus Daði Smárason jafnaði metin á 44. mínútu, hans fjórða í leiknum. Skömmu áður hafði Björgvin Páll Gústavsson komið inn og varið víti frá Juri Knorr. Ísland hélt áfram að spila frábæra vörn og fengu strákarnir nokkur tækifæri til að komast yfir í fyrsta skipti síðan snemma leiks en alltaf fóru færin forgörðum. Það þer þagnað til á 50. mínútu þegar Janus Daði - sem var einfaldlega frábær í síðari hálfleik - kom Íslandi yfir. Tíu mínútur eftir og Ísland með frumkvæðið, eða allavega í nokkrar sekúndur þangað til Ýmir Örn Gíslason fékk tveggja mínútna brottvísun. Að henni lokinni voru Þjóðverjar einu marki yfir og fengu svo vítakast í næstu sókn. Aftur kom Björgvin Páll í markið og aftur varði hann. Munurinn aðeins eitt mark þegar sex mínútur lifðu leiks. Í stað þess að jafna metin í næstu sókn var dæmdur ruðningur á Ómar Inga þegar hann stökk inn í vörn Þýskalands og lúðraði knettinum í netið. Ómar Ingi í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli varði næsta skot heimamanna sem fengu samt sem áður víti. Það endaði í netinu og tveggja marka munur þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks. Viggó gat minnkað muninn í eitt mark af vítalínunni en Wolff varði. Sem betur fer varði Viktor Gísli hinum megin og Ómar Ingi minnkaði muninn í eitt mark. Í næstu sókn var ruðningur dæmdur á Þýskaland og Ísland fékk vítakast. Sem fyrr fór það í súginn og Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, tók leikhlé. Sóknin sem Alfreð setti upp gekk eins og í sögu, Þýskaland skoraði og munurinn kominn upp í tvö mörk þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka. Eftir frábæran leik varnarlega var það vítanýtingin sem og nýting hornamanna Íslands sem fór með leikinn og ekki í fyrsta skipti á mótinu. last seconds between vs. #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/AW8cd6xUWU— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2024 Lokatölur 26-24 og Ísland enn án stiga. Næsti leikur liðsins er gegn Frakklandi á laugardag.