Handbolti

Karabatic tók met Guð­jóns í sigri Frakka

Dagur Lárusson skrifar
Nikola Karabatic er nú orðinn markahæstur í sögu EM.
Nikola Karabatic er nú orðinn markahæstur í sögu EM. Vísir/Getty

Frakkland hafði betur gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM í handbolta en í leiknum bætti Nikola Karabatic ótrúlegt met.

Liðin eru með Íslandi og Þýsklandi í milliriðli sem mætast í kvöld sem og Ungverjalandi og Austurríki sem mættust fyrr í dag en þar hafði Austurríki betur.

Frakkland var skrefi á undan nánast allan leikinn en Króatía náði aðeins að vera yfir í leiknum á fyrstu tíu mínútum leiksins en eftir það var Frakkland alltaf yfir eða staðan var jöfn líkt og í hálfleiknum þegar staðan var 18-18.

Í seinni hálfleiknum náðu Frakkar mest fjögurra marka forystu í stöðunni 26-22 en Króatar komu þá til baka og gerðu lokamínúturnar æsispennandi. Frakkar náðu þó að klára leikinn og unnu að lokum 34-32.

Markahæstu leikmenn leiksins voru Dika Mem hjá Frakklandi með sex og Zvonrnir Srna hjá Króatíu, einnig með sex mörk.

Eftir leikinn er Frakkland komið með fjögur stig í milliriðlinum á meðan Króatía er með eitt stig.

Þessi má geta að hinn 39 ára gamli , Nikola Karabatic,  varð í leiknum markahæsti leikmaður í sögu Evrópumótsins er hann skoraði sitt 289 mark í leiknum. Með því marki komst hann fram úr Guðjóni Val Sigurðssyni sem átti metið á undan honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×