Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2024 21:32 Snorri Steinn þungt hugsi. Vísir/Vilhelm „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira