EM í dag: Þurfum heimskari menn í liðið Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 11:00 Strákarnir okkar voru skiljanlega vonsviknir í fyrrakvöld eftir tapið nauma gegn Þýskalandi. Þeir eru enn án stiga í milliriðli 1 og eiga næst leik við mögulega besta lið riðilsins, Frakka. VÍSIR/VILHELM Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru á léttu nótunum í nýjasta þætti EM í dag, þar sem hitað var upp fyrir leikinn við Frakka sem fram fer í Köln í dag. Ísland hefur áður framkallað kraftaverk gegn ógnarsterkum Frökkum, til að mynda í Þýskalandi 2007, og eflaust er mörgum í fersku minni stórsigurinn gegn Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Það er því ekkert útilokað í dag og frammistaða Íslands gegn Þýskalandi veitir örlitla bjartsýni, en ekki mikið meira en það. Mikilvægt er að strákarnir okkar verði svalari á vítalínunni og í dauðafærum, en kannski þarf liðið bara „heimskari leikmenn“ sem velta sér ekki of mikið upp úr vægi hvers færis og augnabliks, og afleiðingum þess að klúðra? Í dag má fastlega gera ráð fyrir því að þjóðsöngur Íslands spilist eins og hann á að gera, eftir vandræðin á fyrsta degi í Lanxess-höllinni. Kannski er svo kominn tími á að skipta „Ég er kominn heim“ út sem upphitunarlagi Íslands fyrir leiki. Þetta og fleira í þætti dagsins sem sjá má hér að neðan. Klippa: EM í dag - níundi þáttur Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Vilja fá Donna inn í liðið: „Mér er skítsama hvað er ósanngjarnt“ „Ég hefði viljað sjá Donna með í þessu,“ sagði Einar Jónsson í síðasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins eftir leik Íslands gegn Þjóðverjum. 20. janúar 2024 09:01 „Þá endar þetta á fallegum stað“ „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 07:31 „Hefði tekið starfsmenn af lífi fyrir að kveikja í Íslendingunum“ Klúðrið með íslenska þjóðsönginn fyrir leik Þýskalands og Íslands í gær er líklegt til að hafa farið í taugarnar á Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta. 19. janúar 2024 23:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland hefur áður framkallað kraftaverk gegn ógnarsterkum Frökkum, til að mynda í Þýskalandi 2007, og eflaust er mörgum í fersku minni stórsigurinn gegn Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Það er því ekkert útilokað í dag og frammistaða Íslands gegn Þýskalandi veitir örlitla bjartsýni, en ekki mikið meira en það. Mikilvægt er að strákarnir okkar verði svalari á vítalínunni og í dauðafærum, en kannski þarf liðið bara „heimskari leikmenn“ sem velta sér ekki of mikið upp úr vægi hvers færis og augnabliks, og afleiðingum þess að klúðra? Í dag má fastlega gera ráð fyrir því að þjóðsöngur Íslands spilist eins og hann á að gera, eftir vandræðin á fyrsta degi í Lanxess-höllinni. Kannski er svo kominn tími á að skipta „Ég er kominn heim“ út sem upphitunarlagi Íslands fyrir leiki. Þetta og fleira í þætti dagsins sem sjá má hér að neðan. Klippa: EM í dag - níundi þáttur Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Vilja fá Donna inn í liðið: „Mér er skítsama hvað er ósanngjarnt“ „Ég hefði viljað sjá Donna með í þessu,“ sagði Einar Jónsson í síðasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins eftir leik Íslands gegn Þjóðverjum. 20. janúar 2024 09:01 „Þá endar þetta á fallegum stað“ „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 07:31 „Hefði tekið starfsmenn af lífi fyrir að kveikja í Íslendingunum“ Klúðrið með íslenska þjóðsönginn fyrir leik Þýskalands og Íslands í gær er líklegt til að hafa farið í taugarnar á Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta. 19. janúar 2024 23:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Vilja fá Donna inn í liðið: „Mér er skítsama hvað er ósanngjarnt“ „Ég hefði viljað sjá Donna með í þessu,“ sagði Einar Jónsson í síðasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins eftir leik Íslands gegn Þjóðverjum. 20. janúar 2024 09:01
„Þá endar þetta á fallegum stað“ „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 07:31
„Hefði tekið starfsmenn af lífi fyrir að kveikja í Íslendingunum“ Klúðrið með íslenska þjóðsönginn fyrir leik Þýskalands og Íslands í gær er líklegt til að hafa farið í taugarnar á Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta. 19. janúar 2024 23:31