„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 14:33 Einar Þorsteinsson segir samskipti við mótmælendur á Austurvelli hafa verið góð og þeir hafi haft fullan skilning á því að breyta þyrfti afnotaleyfinu. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. „Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“ Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“
Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira