Elliði átti fínan leik sóknarlega en líkt og aðrir leikmenn Íslands þá voru þeir alltaf í eltingaleik varnarlega. Leiknum lauk með sjö marka sigri Ólympíumeistara Frakka, lokatölur 39-32 og Ísland tapað þremur leikjum í röð.
„Við fundum ekki nægilega góðir lausnir varnarlega, vorum á eftir þar allan leikinn,“ sagði Elliði Snær um varnarleik Íslands.
„Þeir eru með eitt af bestu sóknarliðum heims í dag. Andinn var til staðar, höfðum trú allan tímann en þeir náðu að þrýsta okkur langt niður og við héldum ekki í við þá.“
„Fengum tækifæri í seinni hálfleik til að koma okkur aftur inn í leikinn en nýttum það ekki. Þurfum að nýta næstu tvo leiki og sjá hvar við stöndum eftir það.“