Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 21:49 Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Steingrímur Dúi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira