Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 08:31 „Ha? Er enn séns?“ gæti Gísli Þorgeir Kristjánsson verið að hugsa. VÍSIR/VILHELM Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16