Versta byrjun þjálfara á stórmótum í hálfa öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 10:41 Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar á stórmóti. Snorri Steinn vann fyrstu fjóra leiki sína sem landsliðsþjálfari en það voru allt æfingarleikir (á móti Færeyjum og Austurríki). Það hefur ekki gengið nærri því eins vel þegar komið er út í leikina sem skipta máli. Eini sigur liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi var eins marks sigur á Svartfjallalandi en síðustu þrír leikir liðsins hafa allir tapast þar af tveir þeirra stórt. Aðeins þrír aðrir landsliðsþjálfarar hafa tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sem þeir hafa stýrt íslenska liðinu á stórmótum en Snorri er nú sá fyrsti í þeirri stöðu í hálfa öld. Karl G. Benediktsson vann reyndar tvo fyrstu leiki sína sem þjálfari á stórmóti (HM 1964) en tapaði síðan næstu þremur. Hann er því með betri árangur í fyrstu fimm leikjunum en aðeins þrír þeirra komi á HM 1964 því leikur fjögur og fimm, sem töpuðust báðir, komu ekki fyrr en á HM tíu árum síðar. Íslenskur þjálfari tapaði því síðast þremur af fyrstu fimm leikjum sínum á stórmóti árið 1974. Aðeins einn þjálfari hefur tapað fleiri leikjum í fyrstu fimm á stórmótum en það er Hilmar Björnsson en undir hans stjórn tapaði íslenska liðið fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum á HM í Frakklandi 1970. Íslenska liðið er mínus sextán í markatölu í þessum fimm leikjum til þessa á EM en aðeins Hallsteinn Hinriksson (HM 1958 og HM 1961) og Hilmar Björnsson (HM 1970) voru með slakari markatölu í fyrstu fimm leikjum sínum á stórmótum. Snorri Steinn og strákarnir hans ná vonandi að enda þessa taphrinu í leiknum á móti Króatíu í dag. Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984 EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Snorri Steinn vann fyrstu fjóra leiki sína sem landsliðsþjálfari en það voru allt æfingarleikir (á móti Færeyjum og Austurríki). Það hefur ekki gengið nærri því eins vel þegar komið er út í leikina sem skipta máli. Eini sigur liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi var eins marks sigur á Svartfjallalandi en síðustu þrír leikir liðsins hafa allir tapast þar af tveir þeirra stórt. Aðeins þrír aðrir landsliðsþjálfarar hafa tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sem þeir hafa stýrt íslenska liðinu á stórmótum en Snorri er nú sá fyrsti í þeirri stöðu í hálfa öld. Karl G. Benediktsson vann reyndar tvo fyrstu leiki sína sem þjálfari á stórmóti (HM 1964) en tapaði síðan næstu þremur. Hann er því með betri árangur í fyrstu fimm leikjunum en aðeins þrír þeirra komi á HM 1964 því leikur fjögur og fimm, sem töpuðust báðir, komu ekki fyrr en á HM tíu árum síðar. Íslenskur þjálfari tapaði því síðast þremur af fyrstu fimm leikjum sínum á stórmóti árið 1974. Aðeins einn þjálfari hefur tapað fleiri leikjum í fyrstu fimm á stórmótum en það er Hilmar Björnsson en undir hans stjórn tapaði íslenska liðið fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum á HM í Frakklandi 1970. Íslenska liðið er mínus sextán í markatölu í þessum fimm leikjum til þessa á EM en aðeins Hallsteinn Hinriksson (HM 1958 og HM 1961) og Hilmar Björnsson (HM 1970) voru með slakari markatölu í fyrstu fimm leikjum sínum á stórmótum. Snorri Steinn og strákarnir hans ná vonandi að enda þessa taphrinu í leiknum á móti Króatíu í dag. Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984
Flest töp í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum 4 - Hilmar Björnsson á HM 1970 3 - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 3 - Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 3 - Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 2 - Viggó Sigurðsson á HM 2005 2 - Alfreð Gíslason á HM 2007 2 - Aron Kristjánsson á HM 2013 2 - Geir Sveinsson á HM 2017 - Versta markatala í fyrstu fimm leikjum þjálfara á stórmótum -20 Hallsteinn Hinriksson á HM 1958 og HM 1961 -18 Hilmar Björnsson á HM 1970 -16 Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2024 -15 Karl G. Benediktsson á HM 1964 og HM 1974 +2 Þorbergur Aðalsteinsson á ÓL 1992 +6 Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira