Þrjú grundvallaratriði um stuðning við Grindvíkinga Kristrún Frostadóttir skrifar 22. janúar 2024 12:16 Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun