Stjórn og stjórnarandstaða samhuga vegna Grindavíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 12:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar ræddi meðal annars við fréttastofu vegna aðgerða í þágu Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á Alþingi eru samhuga um það að þær aðgerðir sem gripið verður til fyrir Grindvíkinga verði þverpólitískt verkefni. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“ Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“
Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira