Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 13:08 Brynjar Níelsson hóf störf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október síðastliðnum. Vinnur hann þar við frumvarpsgerð og önnur verkefni sem undir ráðuneytið heyra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30
Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00