Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. janúar 2024 14:22 Sérsveitin að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira