Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. janúar 2024 14:22 Sérsveitin að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira