Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2024 14:11 Breiðfylkingin svo kallaða vísaði deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara í gær eftir margra vikna árangurslausar viðræður. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45