Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 06:05 Brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar Páls pípara tvisvar með stuttu millibili og nemur tjónið milljónum. Á myndinni, sem er skjáskot úr myndbandinu, má sjá hina grunuðu. Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira