Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:14 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. Í dag og næstu daga fá Grindvíkingar að vitja eigna sinna í bænum. Sækja þarf um tíma til að fá að komast inn í bæinn á Ísland.is, en gert er ráð fyrir að um 300 íbúar geti verið inni í bænum hverju sinni. „Við settum þetta upp í tvennu lagi. Annarsvegar þannig að fólk geti skotist heim núna og næstu þrjá daga, gert er ráð fyrir því að fólk geti stoppað í um það bil þrjá klukkutíma,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er fyrst og fremst til að fólk geti hugað að því helsta. Þeir sem ætla síðan að flytja búslóðir eða flytja eitthvað meira, fá aftur tækifæri seinna í vikunni til að fara og vera í lengri tíma. Þá verður hægt að fara með sendibíla.“ Sífelt erfiðara að halda lífi í bænum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík að mikillar óánægju gætti meðal margra íbúa sem fyndust yfirvöld hafa komið illa fram. Hann gagnrýndi meðal annars opnun Bláa lónsins og að fréttamenn fengju að fara um Grindavík á meðan íbúum væri haldið frá. „Það er ekki rétt að fjölmiðlamenn hafi fengið að fara inn á svæðið,“ segir Víðir, spurður út í þá gagnrýni. „Þeir hafa kvartað mjög yfir því að fá ekki að fara inn. Þeir fá að fara að varnargörðunum, en ekki inn i bæinn. Myndir sem hafa birst eru frá björgunarsveitinni Þorbirni, svo það séu til myndir af því sem er að gerast, en fjölmiðlar hafa ekki fengið að fara inn.“ Bærinn sé mjög varasamur og búið sé að gera eins miklar ráðstafanir og hægt sé til að fólk geti komist heim til sín. „Okkar verkefni er að reyna halda lífi í bænum á meðan það er hægt. Það verður erfiðara með hverjum atburðinum sem verður.“ Náttúran sé að kyrkja Grindavík Einn af þeim sem hefur gagnrýnt takmarkanir almannavarna og yfirvalda er Stefán Einarsson, íbúi í Grindavík og eigandi Einhamar Seafood, fyrirtækis í bænum. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið, “ sagði Stefán í færslu á Facebook um helgina. „Við horfum á þetta sitthvorum augunum,“ segir Víðir. „Við horfum á þetta sem svo að náttúran sé að kyrkja Grindavík og við séum að gera hvað við getum til að koma súrefni til sjúklingsins. Við horfum á þetta þannig að við séum að fást við náttúruna, og það er hún sem veldur þessu ástandi. Okkar hlutverk er að reyna halda lífi í Grindavík, og það er það sem við erum að gera.“ Gríðarmikil vinna hafi farið í að halda húsum frostfríum. „Ef við hefðum setið og beðið hefði megnið af húsum í Grindavík verið orðin ónýt núna.“ Með miklu átaki pípulagningameistara hafi tekist að bjarga húsunum en ljóst væri að hitaveitukerfið sé ónýtt að stórum hluta. „Allavega það mikið skemmt að það þarf að grafa það upp, og til dæmis á hafnarsvæðinu er hvorki heitt né kalt vatn.“ Þrjár klukkustundur til að rýma bæinn of langur tími Víðir segir að sérfræðingar í áhættugreiningu hafi verið fengnir til að greina hvert einasta hólf í Grindavík, og hafi komið með aðgerðir til að draga úr áhættunni þannig að hægt sé að hleypa fólki inn. „Niðurstaðan er að raungerast í dag með þessu verkefni sem byrjar núna.“ Þeir sem vilja fara inn í Grindavík þurfa að skrá sig á Ísland.is og fá úthlutuðum ákveðnum tíma. Víðir segir það fyrst og fremst gert til að það sé vitað nákvæmlega hversu margir séu inn í bænum á hvaða tíma, ef skyldi þurfa að rýma. Það tók þrjár klukkustundir að rýma síðast, sem er of langur tími miðað við hættumatið. Þannig við viljum halda betur utan um það. „Síðan samkvæmt áhættumatinu treystum við okkur ekki til að hafa nema ákveðinn fjölda í bænum til að geta rýmt hann í gegnum þær akstursleiðir sem eru í boði.“ Í síðasta eldgosi rann hraun yfir Grindavíkurveg, svo til að komast inn í bæinn um þann veg þarf að fara svokallaðan Norðurljósaveg, framhjá Bláa lóninu. „Það er ekkert sérstaklega góður vegur í öryggistilfellum, svo við erum að reyna skammta eins marga inn á svæðið og við treystum okkur til. Við ætlum að reyna koma öllum bæjarbúum heim á þremur dögum ef það gengur upp,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Í dag og næstu daga fá Grindvíkingar að vitja eigna sinna í bænum. Sækja þarf um tíma til að fá að komast inn í bæinn á Ísland.is, en gert er ráð fyrir að um 300 íbúar geti verið inni í bænum hverju sinni. „Við settum þetta upp í tvennu lagi. Annarsvegar þannig að fólk geti skotist heim núna og næstu þrjá daga, gert er ráð fyrir því að fólk geti stoppað í um það bil þrjá klukkutíma,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er fyrst og fremst til að fólk geti hugað að því helsta. Þeir sem ætla síðan að flytja búslóðir eða flytja eitthvað meira, fá aftur tækifæri seinna í vikunni til að fara og vera í lengri tíma. Þá verður hægt að fara með sendibíla.“ Sífelt erfiðara að halda lífi í bænum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík að mikillar óánægju gætti meðal margra íbúa sem fyndust yfirvöld hafa komið illa fram. Hann gagnrýndi meðal annars opnun Bláa lónsins og að fréttamenn fengju að fara um Grindavík á meðan íbúum væri haldið frá. „Það er ekki rétt að fjölmiðlamenn hafi fengið að fara inn á svæðið,“ segir Víðir, spurður út í þá gagnrýni. „Þeir hafa kvartað mjög yfir því að fá ekki að fara inn. Þeir fá að fara að varnargörðunum, en ekki inn i bæinn. Myndir sem hafa birst eru frá björgunarsveitinni Þorbirni, svo það séu til myndir af því sem er að gerast, en fjölmiðlar hafa ekki fengið að fara inn.“ Bærinn sé mjög varasamur og búið sé að gera eins miklar ráðstafanir og hægt sé til að fólk geti komist heim til sín. „Okkar verkefni er að reyna halda lífi í bænum á meðan það er hægt. Það verður erfiðara með hverjum atburðinum sem verður.“ Náttúran sé að kyrkja Grindavík Einn af þeim sem hefur gagnrýnt takmarkanir almannavarna og yfirvalda er Stefán Einarsson, íbúi í Grindavík og eigandi Einhamar Seafood, fyrirtækis í bænum. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið, “ sagði Stefán í færslu á Facebook um helgina. „Við horfum á þetta sitthvorum augunum,“ segir Víðir. „Við horfum á þetta sem svo að náttúran sé að kyrkja Grindavík og við séum að gera hvað við getum til að koma súrefni til sjúklingsins. Við horfum á þetta þannig að við séum að fást við náttúruna, og það er hún sem veldur þessu ástandi. Okkar hlutverk er að reyna halda lífi í Grindavík, og það er það sem við erum að gera.“ Gríðarmikil vinna hafi farið í að halda húsum frostfríum. „Ef við hefðum setið og beðið hefði megnið af húsum í Grindavík verið orðin ónýt núna.“ Með miklu átaki pípulagningameistara hafi tekist að bjarga húsunum en ljóst væri að hitaveitukerfið sé ónýtt að stórum hluta. „Allavega það mikið skemmt að það þarf að grafa það upp, og til dæmis á hafnarsvæðinu er hvorki heitt né kalt vatn.“ Þrjár klukkustundur til að rýma bæinn of langur tími Víðir segir að sérfræðingar í áhættugreiningu hafi verið fengnir til að greina hvert einasta hólf í Grindavík, og hafi komið með aðgerðir til að draga úr áhættunni þannig að hægt sé að hleypa fólki inn. „Niðurstaðan er að raungerast í dag með þessu verkefni sem byrjar núna.“ Þeir sem vilja fara inn í Grindavík þurfa að skrá sig á Ísland.is og fá úthlutuðum ákveðnum tíma. Víðir segir það fyrst og fremst gert til að það sé vitað nákvæmlega hversu margir séu inn í bænum á hvaða tíma, ef skyldi þurfa að rýma. Það tók þrjár klukkustundir að rýma síðast, sem er of langur tími miðað við hættumatið. Þannig við viljum halda betur utan um það. „Síðan samkvæmt áhættumatinu treystum við okkur ekki til að hafa nema ákveðinn fjölda í bænum til að geta rýmt hann í gegnum þær akstursleiðir sem eru í boði.“ Í síðasta eldgosi rann hraun yfir Grindavíkurveg, svo til að komast inn í bæinn um þann veg þarf að fara svokallaðan Norðurljósaveg, framhjá Bláa lóninu. „Það er ekkert sérstaklega góður vegur í öryggistilfellum, svo við erum að reyna skammta eins marga inn á svæðið og við treystum okkur til. Við ætlum að reyna koma öllum bæjarbúum heim á þremur dögum ef það gengur upp,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40