Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2024 18:46 Mæðgurnar Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir íbúar úr Grindavík. Þær fá nú í fyrsta skipti í langan tíma að vitja eigna sinna í bænum og segja að mestu verðmætin felist í persónulegum munum og myndum. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira