Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 14:07 Bjarni í vígahug eins og svo oft að undanförnu, þarna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ásamt sínum trúfasta og trygga aðstoðarmanni, Hersi Aroni Ólafssyni. vísir/arnar Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni fór hins vegar ekki langt og þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, höfðu einfaldlega stólaskipti. Bjarni lét þess svo getið að það væri í raun pólitískur ómöguleiki að hann, sem formaður Sjálfstæðisflokksins og helsti hvatamaður þess að ríkisstjórninni væri komið á fót, væri ekki í henni. Hafi einhver haldið að Bjarni myndi sitja á friðarstóli sem utanríkisráðherra, hann myndi vera í að lægja öldur á róstursömu stjórnarheimilinu eða finna sátt innan eigin herbúða, skjöplaðist þeim hinum sama illilega. Bjarni hefur látið til sín taka sem utanríkisráðherra og hefur reynst umdeildari á þessum fjórum mánuðum en Þórdís var í þau tæp þrjú ár sem hún var utanríkisráðherra. Einhver gæti haldið að hann sé aðeins að tjalda þar til einnar nætur. Bjarni sjálfur lætur sér gagnrýnina í léttu rúmi liggja. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar,“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í vikunni, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Hann telur gagnrýni í sinn garð tilefnis- og innihaldslausa. Umdeild skipan sendiherra Ekki er víst að allir séu Bjarna sammála um þetta atriði. Hvaða mál er um að ræða? Bjarni byrjaði bratt og var vart búinn að koma sér fyrir í ráðuneytinu en að hann fór í umdeilda skipan á sendiherrum. Bjarni skipaði Guðmund Árnason, sem hafði verið ráðuneytisstjóri hjá honum í fjármálaráðuneytinu sem sendiherra í Ítalíu. Guðmundur hefur verið einn áhrifamesti einstaklingurinn í íslensku stjórnkerfi um árabil og kom þessi vending á óvart, ekki síst í ljósi þess að Ísland starfrækir ekki sérstakt sendiráð á Ítalíu. En áhugi Guðmundar á Ítalíu mun hafa ráðið í þessum efnum. Þá vakti skipan Svanhildar Hólm Valsdóttur í feitasta bitann í íslenskri utanríkisþjónustu, sendiherra í Washington, ekki síður athygli. Svanhildur var aðstoðarmaður Bjarna á árunum 2013 til 2020 og þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra árið 2009 sama ár og Bjarni varð formaður flokksins. Hér virtist um nýja stefnu að ræða í mannaráðningum í utanríkisþjónustunni, sem um langt árabil höfðu verið undaþegnar pólitískum klíkuráðningum. Þetta var harðlega gagnrýnt, meðal annars af Hauki Arnþórssyni sem sagði: „Verðleikar kandídatanna virðast einkum felast í hlýðni og trúnaði við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og trúnaði við Flokkinn og afgerandi hægri stefnu.“ Sagðirðu árás? Bjarni var ekki fyrr orðinn utanríkisráðherra en að hann var staddur á fundi utanríkisráðherra Norðurlandaþjóða í Noregi og þar vakti hann mikla athygli. Efnt var til sérstaks blaðamannafundar og spurði blaðamaður norska ríkisútvarpsins hvaða orð ráðherrarnir myndu nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalía?“ „Sagðirðu árás?“ sagði Bjarni sem er ekki vanur því að láta íslenska blaðamenn komast upp með neinn moðreyk. Hins vegar vöktu þessi viðbrögð hans athygli í Noregi. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn umorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. Bjarni útskýrði þá að þetta færi allt eftir því hvernig menn nálguðust hlutina. Eins og hann sjái þetta þá sé stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. „Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna,“ sagði Bjarni. En ummæli hans hafa verið höfð til marks um að hann sé hliðhollur Ísrael í þessu stríði og oft rifjuð upp af pólitískum andstæðingum hans. Dýr pakki til Grindvíkinga Það varð sem sagt strax ljóst að Bjarni ætlaði að láta til sín taka í embætti. Og því má ekki gleyma að hann er vitaskuld formaður síns flokks. Þannig varð nokkurt uppnám þegar hann sagði að talsmenn verkalýðshreyfingarinnar yrðu að átta sig á því að þeir yrðu að sýna ábyrgð í tengslum við kröfugerð á hendur ríkisins. Jarðhræringar og eldsumbrot í Grindavík hlyti að setja strik í reikninginn. Þetta var við sama tækifæri og ríkisstjórnin kynnti milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum þar sem Bjarni lét hin umdeildu ummæli falla. Bjarni sagði það óskynsamlegt „ „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nú fjármálaráðherra tók í sama streng en forsvarsmenn launþega furðuðu sig á þessu útspili utanríkisráðherra og þótti það ósmekklegt. Finnbjörn A. Hermannsson skrifaði grein á Vísi þar sem hann sagðist ekki trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætluðu að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. „Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir,“ segir Finnbjörn í niðurlagi greinar sinnar. Tjaldbúðaræðan En það var fyrst þegar hann kom óvænt með færslu á Facebook um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem endanlega sauð upp úr. Mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Austurvelli með ákall um að stjórnin og Bjarni beittu sér fyrir fjölskyldusameiningu svokallaðri, að fólk frá Gasa kæmist til Íslands. Sú færsla fór svo fyrir brjóstið á mótmælendum að ekki var hikað við að kalla Bjarna rasista, hundablístruflautara, poppúlista … fyllist inn í samkvæmt smekk. Ýmsir töldu þetta viðbragð við slöku fylgi í könnunum og að þarna væri Bjarni að skrúfa fyrir leka fylgis til Miðflokksins. Illugi Jökulsson rithöfundur, sem seint telst meðal helstu aðdáenda Bjarna, sagði ummæli Bjarna „aumingjalega tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn. Eru engin skárri ráð til að reyna að halda í fylgið? Skammarlegt.“ Bjarni hafnaði þessu alfarið í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins. Í færslunni sem utanríkisráðherra birti á Facebook-síðu sinni segir Bjarni það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þeim helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Það sé „hörmung að sjá tjaldbúðirnar við Austurvöll.“ Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðsson hefur gengið einna lengst í viðbrögðum sínum, hann er reiður og sagðist hafa afvinnað alla sem lækuðu færslu Bjarna. „Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skrifast að miklu leiti á stanslaus sprenghlægileg afglöp Bjarna í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ skrifar Bragi. Kolbrún Bergþórsdóttir, pistlahöfundur Morgunblaðsins, skrifaði einskonar varnarræðu fyrir Bjarna á síður Moggans. Hún hvatti fólk til að spara við sig fúkyrðaflauminn en fékk hann til baka og var meðal annars af Atla Fanndal kölluð rassasleikja valdsins. „Hún er með hrúður á tungunni eftir rassasleikingar. Þessi pistill er bull. Bjarni og co. eru í herferð í að skapa blóraböggul og skrímslavæða fólk svo þeir þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Kolbrún tekur auðvitað þátt í því.“ Frysting fjárframlags til flóttamannaaðstoðar Hvergi sá fyrir endann á þessu upphlaupi þegar það næsta kom, sem tengist þessu sama – þegar Bjarni Benediktsson frysti greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Bjarni brást skjótt við þegar spurðist að 12 starfsmenn stofnunarinnar væru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október á síðasta ári en þá týndu tólf hundruð manns lífi og 250 voru teknir gíslingu. Hann frysti greiðslur og kallaði eftir ítarlegri rannsókn. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd harðlega af ýmsum innan stjórnandstöðunnar sem og fagaðilum. Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, segir ákvörðunina ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. Um væri að ræða brotabrot af starfsmönnum UNRWA og þarna væri verið að hengja bakara fyrir smið. Bjarni lét hins vegar engan bilbug á sér finna og sagði það ekki „sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Bjarni ræddi ákvörðun sína ekki við utanríkisnefnd og í fyrsta skipti á róstursamri tíð þessarar ríkisstjórnar steig fulltrúi Vinstri grænna fram og gagnrýndi ákvörðun Bjarna. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður sagði, en þó varfærnislega: „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis.“ Um væri að ræða lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. Og nú í dag stóð Bjarni enn í ströngu en hann var kallaður fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir söluna á Íslandsbanka. Þar var hann sagður hafa verið með útúrsnúninga og stæla en sjálfur furðaði hann sig á uppleggi fundarins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Sendiráð Íslands Átök í Ísrael og Palestínu Fréttaskýringar Utanríkismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bjarni fór hins vegar ekki langt og þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, höfðu einfaldlega stólaskipti. Bjarni lét þess svo getið að það væri í raun pólitískur ómöguleiki að hann, sem formaður Sjálfstæðisflokksins og helsti hvatamaður þess að ríkisstjórninni væri komið á fót, væri ekki í henni. Hafi einhver haldið að Bjarni myndi sitja á friðarstóli sem utanríkisráðherra, hann myndi vera í að lægja öldur á róstursömu stjórnarheimilinu eða finna sátt innan eigin herbúða, skjöplaðist þeim hinum sama illilega. Bjarni hefur látið til sín taka sem utanríkisráðherra og hefur reynst umdeildari á þessum fjórum mánuðum en Þórdís var í þau tæp þrjú ár sem hún var utanríkisráðherra. Einhver gæti haldið að hann sé aðeins að tjalda þar til einnar nætur. Bjarni sjálfur lætur sér gagnrýnina í léttu rúmi liggja. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar,“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í vikunni, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Hann telur gagnrýni í sinn garð tilefnis- og innihaldslausa. Umdeild skipan sendiherra Ekki er víst að allir séu Bjarna sammála um þetta atriði. Hvaða mál er um að ræða? Bjarni byrjaði bratt og var vart búinn að koma sér fyrir í ráðuneytinu en að hann fór í umdeilda skipan á sendiherrum. Bjarni skipaði Guðmund Árnason, sem hafði verið ráðuneytisstjóri hjá honum í fjármálaráðuneytinu sem sendiherra í Ítalíu. Guðmundur hefur verið einn áhrifamesti einstaklingurinn í íslensku stjórnkerfi um árabil og kom þessi vending á óvart, ekki síst í ljósi þess að Ísland starfrækir ekki sérstakt sendiráð á Ítalíu. En áhugi Guðmundar á Ítalíu mun hafa ráðið í þessum efnum. Þá vakti skipan Svanhildar Hólm Valsdóttur í feitasta bitann í íslenskri utanríkisþjónustu, sendiherra í Washington, ekki síður athygli. Svanhildur var aðstoðarmaður Bjarna á árunum 2013 til 2020 og þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra árið 2009 sama ár og Bjarni varð formaður flokksins. Hér virtist um nýja stefnu að ræða í mannaráðningum í utanríkisþjónustunni, sem um langt árabil höfðu verið undaþegnar pólitískum klíkuráðningum. Þetta var harðlega gagnrýnt, meðal annars af Hauki Arnþórssyni sem sagði: „Verðleikar kandídatanna virðast einkum felast í hlýðni og trúnaði við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og trúnaði við Flokkinn og afgerandi hægri stefnu.“ Sagðirðu árás? Bjarni var ekki fyrr orðinn utanríkisráðherra en að hann var staddur á fundi utanríkisráðherra Norðurlandaþjóða í Noregi og þar vakti hann mikla athygli. Efnt var til sérstaks blaðamannafundar og spurði blaðamaður norska ríkisútvarpsins hvaða orð ráðherrarnir myndu nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalía?“ „Sagðirðu árás?“ sagði Bjarni sem er ekki vanur því að láta íslenska blaðamenn komast upp með neinn moðreyk. Hins vegar vöktu þessi viðbrögð hans athygli í Noregi. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn umorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. Bjarni útskýrði þá að þetta færi allt eftir því hvernig menn nálguðust hlutina. Eins og hann sjái þetta þá sé stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. „Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna,“ sagði Bjarni. En ummæli hans hafa verið höfð til marks um að hann sé hliðhollur Ísrael í þessu stríði og oft rifjuð upp af pólitískum andstæðingum hans. Dýr pakki til Grindvíkinga Það varð sem sagt strax ljóst að Bjarni ætlaði að láta til sín taka í embætti. Og því má ekki gleyma að hann er vitaskuld formaður síns flokks. Þannig varð nokkurt uppnám þegar hann sagði að talsmenn verkalýðshreyfingarinnar yrðu að átta sig á því að þeir yrðu að sýna ábyrgð í tengslum við kröfugerð á hendur ríkisins. Jarðhræringar og eldsumbrot í Grindavík hlyti að setja strik í reikninginn. Þetta var við sama tækifæri og ríkisstjórnin kynnti milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum þar sem Bjarni lét hin umdeildu ummæli falla. Bjarni sagði það óskynsamlegt „ „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nú fjármálaráðherra tók í sama streng en forsvarsmenn launþega furðuðu sig á þessu útspili utanríkisráðherra og þótti það ósmekklegt. Finnbjörn A. Hermannsson skrifaði grein á Vísi þar sem hann sagðist ekki trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætluðu að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. „Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir,“ segir Finnbjörn í niðurlagi greinar sinnar. Tjaldbúðaræðan En það var fyrst þegar hann kom óvænt með færslu á Facebook um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem endanlega sauð upp úr. Mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Austurvelli með ákall um að stjórnin og Bjarni beittu sér fyrir fjölskyldusameiningu svokallaðri, að fólk frá Gasa kæmist til Íslands. Sú færsla fór svo fyrir brjóstið á mótmælendum að ekki var hikað við að kalla Bjarna rasista, hundablístruflautara, poppúlista … fyllist inn í samkvæmt smekk. Ýmsir töldu þetta viðbragð við slöku fylgi í könnunum og að þarna væri Bjarni að skrúfa fyrir leka fylgis til Miðflokksins. Illugi Jökulsson rithöfundur, sem seint telst meðal helstu aðdáenda Bjarna, sagði ummæli Bjarna „aumingjalega tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn. Eru engin skárri ráð til að reyna að halda í fylgið? Skammarlegt.“ Bjarni hafnaði þessu alfarið í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins. Í færslunni sem utanríkisráðherra birti á Facebook-síðu sinni segir Bjarni það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þeim helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Það sé „hörmung að sjá tjaldbúðirnar við Austurvöll.“ Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðsson hefur gengið einna lengst í viðbrögðum sínum, hann er reiður og sagðist hafa afvinnað alla sem lækuðu færslu Bjarna. „Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skrifast að miklu leiti á stanslaus sprenghlægileg afglöp Bjarna í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ skrifar Bragi. Kolbrún Bergþórsdóttir, pistlahöfundur Morgunblaðsins, skrifaði einskonar varnarræðu fyrir Bjarna á síður Moggans. Hún hvatti fólk til að spara við sig fúkyrðaflauminn en fékk hann til baka og var meðal annars af Atla Fanndal kölluð rassasleikja valdsins. „Hún er með hrúður á tungunni eftir rassasleikingar. Þessi pistill er bull. Bjarni og co. eru í herferð í að skapa blóraböggul og skrímslavæða fólk svo þeir þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Kolbrún tekur auðvitað þátt í því.“ Frysting fjárframlags til flóttamannaaðstoðar Hvergi sá fyrir endann á þessu upphlaupi þegar það næsta kom, sem tengist þessu sama – þegar Bjarni Benediktsson frysti greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Bjarni brást skjótt við þegar spurðist að 12 starfsmenn stofnunarinnar væru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október á síðasta ári en þá týndu tólf hundruð manns lífi og 250 voru teknir gíslingu. Hann frysti greiðslur og kallaði eftir ítarlegri rannsókn. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd harðlega af ýmsum innan stjórnandstöðunnar sem og fagaðilum. Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, segir ákvörðunina ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. Um væri að ræða brotabrot af starfsmönnum UNRWA og þarna væri verið að hengja bakara fyrir smið. Bjarni lét hins vegar engan bilbug á sér finna og sagði það ekki „sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Bjarni ræddi ákvörðun sína ekki við utanríkisnefnd og í fyrsta skipti á róstursamri tíð þessarar ríkisstjórnar steig fulltrúi Vinstri grænna fram og gagnrýndi ákvörðun Bjarna. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður sagði, en þó varfærnislega: „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis.“ Um væri að ræða lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. Og nú í dag stóð Bjarni enn í ströngu en hann var kallaður fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir söluna á Íslandsbanka. Þar var hann sagður hafa verið með útúrsnúninga og stæla en sjálfur furðaði hann sig á uppleggi fundarins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Sendiráð Íslands Átök í Ísrael og Palestínu Fréttaskýringar Utanríkismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira