Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 15:18 Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir, og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um jarðhræringar og eldgos í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira