Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2024 19:40 Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á framkvæmdum. Í innslaginu hér að neðan segir hann sína skoðun á nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis. stöð 2 Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan. Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan.
Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira