Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2024 19:40 Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á framkvæmdum. Í innslaginu hér að neðan segir hann sína skoðun á nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis. stöð 2 Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan. Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan.
Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira