Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:11 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild: Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild:
Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36