Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:11 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild: Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild:
Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36