Tími kominn að ræða varnarmál Bryndís Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2024 12:32 Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun