Tími kominn að ræða varnarmál Bryndís Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2024 12:32 Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar