Vill axla ábyrgð eftir misheppnað rán á Pizzunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 15:56 Pizzan er staðsett í verslunarkjarnanum Hverafold í Grafarvogi. Hverafold 23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira