Stjarnan leikur í Olís-deildinni en Grótta í Grill66-deildinni og Garðbæingar því sigurstranglegri fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleikinn náði stjarnan 6-1 kafla og leiddi 14-7 í hálfleik.
Grótta náði að minnka muninn í þrjú mörk í síðari hálfleiknum en komust aldrei nær en það. Darija Zecevic gerði Gróttukonum lífið leitt en hún varði frábærlega í marki Stjörnunnar og lauk leik með yfir 50% vörslu.
Lokatölur 25-20 og Stjarnan því komin í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöll. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Anna Karen Hansdóttir 6 mörk. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Gróttu og Karlotta Óskarsdóttir 6.