Vindorka í þágu hverra? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum. Hér er á ferð mál sem er svo vanbúið að undrum sætir. Verði ekki brugðist við verða alvarleg mistök í stjórnsýslu sjókvíaeldis endurtekin, sé tilgangurinn ekki beinlínis sá. Alþýðusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum umsögn um málið og hana má einnig nálgast á vef ASÍ. Alþýðusambandið er ekki andvígt nýtingu vindorku (að uppfylltum skilyrðum) en fyrrnefnt frumvarp er með öllu óboðlegt og framlagning þess engan veginn tímabær. Frumvarpið kveður á um grundvallarbreytingu á orkumálum hér á landi. Íslensk orkuframleiðsla hefur hingað til að mestu verið í höndum hins opinbera, sem hefur skilað þjóðinni miklum arði (Landsvirkjun greiddi 20 milljarða í arð til ríkisins árið 2023). Málið er því hápólitískt í eðli sínu og varðar mikla hagsmuni. Ekki er forsvaranlegt að leggja fram svo ófullburða frumvarp um slíkt stórmál. Arður af auðlindinni ekki til þjóðarinnar eða nærsamfélaga Í fyrrnefndri umsögn gerir Alþýðusambandið fjölmargar athugasemdir við frumvarpið sem ég hvet fólk til að kynna sér. Hér ætla ég einkum að staldra við ófullnægjandi umgjörð málsins en raunar er það svo að í greinargerð með þingsályktunartillögu sem liggur frumvarpinu til grundvallar er lögð áhersla á hversu margt er ógert í málaflokknum og hversu skammt er kominn undirbúningur fyrir þær breytingar sem það felur í sér! Hér má nefna að hvorki liggur fyrir stefna né löggjöf um hvernig tryggja má réttláta hlutdeild þjóðarinnar í þeim ábata og arði sem til verður vegna vindorkuvera. Með öðrum orðum hefur ekkert verið gert í því skyni að innleiða sanngjarna og eðlilega gjaldtöku í tengslum við uppbyggingu og rekstur vindorkuvera. Þetta hlýtur að vekja sérstaka furðu og er þá ekki síst vísað til deilna um afnot af auðlindum í þjóðareigu sem landsmenn allir þekkja. Sveitarfélögum er, eðli málsins samkvæmt, umhugað um að ábati af vindorkuverkum skili sér til nærsamfélagsins. Ekkert liggur fyrir í því efni. Ábati landeigenda verður vísast umtalsverður og þannig eru skapaðir fjárhagslegir hvatar fyrir hagsmunavörslu í þágu fárra á kostnað heildarinnar. Hver verður áætlaður ábati sveitarfélaga með tilliti til tekna og atvinnutækifæra? Munu erlend orkufyrirtæki ef til vill flytja hagnaðinn úr landi? Um þessi lykilatriði er ekki fjallað. Megintilgangur um orkuskipti ekki uppfylltur Nokkra furðu vekur að útfærslu skortir hvað varðar þann megintilgang frumvarpsins að ná settum markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Í 6. grein lagafrumvarpsins segir að við mat á virkjunarkostum skuli verkefnastjórn m.a. ganga úr skugga um að tiltekinn virkjunarkostur verði „liður í því að ná markmiðum Íslands við orkuskipti og kolefnishlutleysi.” Ekki er skýrt hvaða þætti ber að meta í þessu skyni eða hvernig tryggja skal að orka úr tiltekinni vindorkuvirkjun sé nýtt í verkefni eða atvinnustarfsemi sem er til þess fallin að stuðla að orkuskiptum eða ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Þá er í frumvarpinu ekkert að finna um hvort og hvernig eftirlit með því að orkan sé nýtt til „grænna verkefna” skuli fara fram. Hér skiptir miklu að vindorkuver munu ein og sér ekki auka framboð raforku þar sem vindorka er sveiflukennd og krefst samsvarandi jöfnunarafls frá vatnsaflsvirkjunum. Ástæða er til að staldra við reynslu Norðmanna sem er sú að þvert á það sem að var stefnt hefur ekki reynst unnt að tryggja að vindorkan sé nýtt í verkefni tengd orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Þá hlýst takmörkuð atvinnusköpun af vindorkuverum Íslenskur orkumarkaður stefnir hraðbyri í að verða opinn og frjáls þar sem orka gengur kaupum og sölum fyrir hæsta mögulega verð. Á slíkum markaði er ekkert sem tryggir að vindorkan verði nýtt í þágu orkuskipta eða kolefnishlutleysis. Þetta vekur enn frekari efasemdir um allan málatilbúnaðinn. Endurtekið efni Að lokum vil ég benda á úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu sjókvíaeldis frá í febrúarmánuði 2023. Þar segir í stuttu máli að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hafi „einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á.” Nákvæmlega hið sama er á ferð hvað varðar vindorkuna. Beinlínis er stefnt að því að endurtaka mistökin! Í núverandi mynd er vindorkufrumvarpið ótækt. Sú spurning hlýtur að vakna í þágu hverra það er lagt fram. Við blasir að orkan er ekki eins og hver önnur vara; hún er grunnforsenda samfélags og nútíma. Ég hvet almenning til að halda vöku sinni gagnvart græðginni sem ásælist orkuna eins og annað. Líkt og svo oft hér á landi stöndum við frammi fyrir því samfélagslega verkefni að koma í veg fyrir að hagsmunum heildarinnar sé fórnað í þágu útvaldra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Vindorka Orkumál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum. Hér er á ferð mál sem er svo vanbúið að undrum sætir. Verði ekki brugðist við verða alvarleg mistök í stjórnsýslu sjókvíaeldis endurtekin, sé tilgangurinn ekki beinlínis sá. Alþýðusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum umsögn um málið og hana má einnig nálgast á vef ASÍ. Alþýðusambandið er ekki andvígt nýtingu vindorku (að uppfylltum skilyrðum) en fyrrnefnt frumvarp er með öllu óboðlegt og framlagning þess engan veginn tímabær. Frumvarpið kveður á um grundvallarbreytingu á orkumálum hér á landi. Íslensk orkuframleiðsla hefur hingað til að mestu verið í höndum hins opinbera, sem hefur skilað þjóðinni miklum arði (Landsvirkjun greiddi 20 milljarða í arð til ríkisins árið 2023). Málið er því hápólitískt í eðli sínu og varðar mikla hagsmuni. Ekki er forsvaranlegt að leggja fram svo ófullburða frumvarp um slíkt stórmál. Arður af auðlindinni ekki til þjóðarinnar eða nærsamfélaga Í fyrrnefndri umsögn gerir Alþýðusambandið fjölmargar athugasemdir við frumvarpið sem ég hvet fólk til að kynna sér. Hér ætla ég einkum að staldra við ófullnægjandi umgjörð málsins en raunar er það svo að í greinargerð með þingsályktunartillögu sem liggur frumvarpinu til grundvallar er lögð áhersla á hversu margt er ógert í málaflokknum og hversu skammt er kominn undirbúningur fyrir þær breytingar sem það felur í sér! Hér má nefna að hvorki liggur fyrir stefna né löggjöf um hvernig tryggja má réttláta hlutdeild þjóðarinnar í þeim ábata og arði sem til verður vegna vindorkuvera. Með öðrum orðum hefur ekkert verið gert í því skyni að innleiða sanngjarna og eðlilega gjaldtöku í tengslum við uppbyggingu og rekstur vindorkuvera. Þetta hlýtur að vekja sérstaka furðu og er þá ekki síst vísað til deilna um afnot af auðlindum í þjóðareigu sem landsmenn allir þekkja. Sveitarfélögum er, eðli málsins samkvæmt, umhugað um að ábati af vindorkuverkum skili sér til nærsamfélagsins. Ekkert liggur fyrir í því efni. Ábati landeigenda verður vísast umtalsverður og þannig eru skapaðir fjárhagslegir hvatar fyrir hagsmunavörslu í þágu fárra á kostnað heildarinnar. Hver verður áætlaður ábati sveitarfélaga með tilliti til tekna og atvinnutækifæra? Munu erlend orkufyrirtæki ef til vill flytja hagnaðinn úr landi? Um þessi lykilatriði er ekki fjallað. Megintilgangur um orkuskipti ekki uppfylltur Nokkra furðu vekur að útfærslu skortir hvað varðar þann megintilgang frumvarpsins að ná settum markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Í 6. grein lagafrumvarpsins segir að við mat á virkjunarkostum skuli verkefnastjórn m.a. ganga úr skugga um að tiltekinn virkjunarkostur verði „liður í því að ná markmiðum Íslands við orkuskipti og kolefnishlutleysi.” Ekki er skýrt hvaða þætti ber að meta í þessu skyni eða hvernig tryggja skal að orka úr tiltekinni vindorkuvirkjun sé nýtt í verkefni eða atvinnustarfsemi sem er til þess fallin að stuðla að orkuskiptum eða ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Þá er í frumvarpinu ekkert að finna um hvort og hvernig eftirlit með því að orkan sé nýtt til „grænna verkefna” skuli fara fram. Hér skiptir miklu að vindorkuver munu ein og sér ekki auka framboð raforku þar sem vindorka er sveiflukennd og krefst samsvarandi jöfnunarafls frá vatnsaflsvirkjunum. Ástæða er til að staldra við reynslu Norðmanna sem er sú að þvert á það sem að var stefnt hefur ekki reynst unnt að tryggja að vindorkan sé nýtt í verkefni tengd orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Þá hlýst takmörkuð atvinnusköpun af vindorkuverum Íslenskur orkumarkaður stefnir hraðbyri í að verða opinn og frjáls þar sem orka gengur kaupum og sölum fyrir hæsta mögulega verð. Á slíkum markaði er ekkert sem tryggir að vindorkan verði nýtt í þágu orkuskipta eða kolefnishlutleysis. Þetta vekur enn frekari efasemdir um allan málatilbúnaðinn. Endurtekið efni Að lokum vil ég benda á úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu sjókvíaeldis frá í febrúarmánuði 2023. Þar segir í stuttu máli að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hafi „einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á.” Nákvæmlega hið sama er á ferð hvað varðar vindorkuna. Beinlínis er stefnt að því að endurtaka mistökin! Í núverandi mynd er vindorkufrumvarpið ótækt. Sú spurning hlýtur að vakna í þágu hverra það er lagt fram. Við blasir að orkan er ekki eins og hver önnur vara; hún er grunnforsenda samfélags og nútíma. Ég hvet almenning til að halda vöku sinni gagnvart græðginni sem ásælist orkuna eins og annað. Líkt og svo oft hér á landi stöndum við frammi fyrir því samfélagslega verkefni að koma í veg fyrir að hagsmunum heildarinnar sé fórnað í þágu útvaldra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun