Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 11:12 Nokkrir klukkutímar eru í að hraunið flæðir yfir heitavatnslögn sem liggur frá Svartsengi til Keflavíkur, haldi flæðið áfram eins og það hefur gert. Björn Steinbekk Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið hafi verið að lagningu ýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið sé að leggja um fimm hundruð metra langan kafla sem hægt sé að nota, eyðileggist gamla lögnin. Það getur þó tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Einnig segir í tilkynningunni að búið sé að fylla á heitavatnstanka á Fitjum. Til að þær birgðir endist sem lengst eru íbúar áðurnefndra bæja beðnir um að lækka í hitakerfum og nota ekki heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Búið er að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Fólk er einnig beðið um að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og það getur. „Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. „Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga.“ Ábendingar um hvað hægt er að gera má finna hér á vef HS Veitna. Hættustig hjá Almannavörnum Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að fara á hættustig Almannavarna vegna þeirrar hættu á að hitavatnsskortur verði á Reykjanesi. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum er almenningur beðinn um að gefa viðbragðsaðilum svigrúm í þeirri vinnu sem fer fram á staðnum. Þá biðla Almannavarnir einni til íbúa um að lækka í hitakerfum og draga úr notkun á heitu vatni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34 Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32 Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið hafi verið að lagningu ýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið sé að leggja um fimm hundruð metra langan kafla sem hægt sé að nota, eyðileggist gamla lögnin. Það getur þó tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Einnig segir í tilkynningunni að búið sé að fylla á heitavatnstanka á Fitjum. Til að þær birgðir endist sem lengst eru íbúar áðurnefndra bæja beðnir um að lækka í hitakerfum og nota ekki heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Búið er að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Fólk er einnig beðið um að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og það getur. „Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. „Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga.“ Ábendingar um hvað hægt er að gera má finna hér á vef HS Veitna. Hættustig hjá Almannavörnum Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að fara á hættustig Almannavarna vegna þeirrar hættu á að hitavatnsskortur verði á Reykjanesi. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum er almenningur beðinn um að gefa viðbragðsaðilum svigrúm í þeirri vinnu sem fer fram á staðnum. Þá biðla Almannavarnir einni til íbúa um að lækka í hitakerfum og draga úr notkun á heitu vatni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34 Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32 Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34
Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23