Fleiri innviðir í hættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 12:25 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna segir ljóst að heitavatnsleysi á Suðurnesjum verði talið í dögum. Svartasta sviðsmyndin sem teiknuð hafi verið upp sé að rætast. Rafmagns- og kaldavatnslagnir eru í hættu á að verða undir hrauni en þær eru á talsverðu dýpi og vonast er til að þær haldi. Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29