Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:35 Þegar mest lét stóðu um 50 manns í biðröð í Múrbúðinni í Keflavík eftir rafmagnsofnum. Sigurður Hallbjörnsson Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum. „Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11