Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2024 12:00 Gosið er líklegast að klárast, að sögn náttúruvársérfræðings. Vísir/Arnar „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira