Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:51 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. Í alla nótt var unnið að því að tengja nýja hjáveitulögn sem gæti séð íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Vísir/Arnar Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21