Námsefnisgerð stendur höllum fæti Henry Alexander Henrysson og Sólrún Harðardóttir skrifa 14. febrúar 2024 08:30 Námsefni í skólastarfi Öll getum við verið sammála um að með góðu námsefni er stuðlað að aukinni þekkingu, skilningi, hæfni og þroska nemenda. Gæði námsefnis hefur samkvæmt öllum rannsóknum mikil áhrif á árangur og menntun. Vissulega byggir menntun á einstaklingnum sjálfum, sem og kennurum og skólaanda, en námsefnið er alltaf viðfangsefnið sem glímt er við og spunnið út frá. Gott námsefni vekur áhuga, styður við fjölbreytta kennsluhætti, gagnrýna hugsun, lýðræðislegt samtal og skapandi vinnu. Það hvetur og örvar bæði nemendur og kennara. Gott námsefni er ekki einungis fyrir nemendur heldur styður það við kennarann í starfi sínu. Með faglegri og metnaðarfullri námsefnisgerð, í samræmi við aðalnámskrá, fæst efni sem skólakerfið og samfélagið getur treyst. Íslenskt samfélag þarf á að halda séríslensku námsefni sem tekur meðal annars mið af menningu okkar, sögu, einstakri náttúru og tungumáli. Eins verður að taka tillit til fjölbreytni nemenda og getu, til dæmis stækkandi hóps nemenda af erlendum uppruna og veita þarf þeim eðlilegt rými í skólakerfinu. Það ætti meðal annars að koma fram í námsefnisgerð. Þarna er alvarleg brotalöm. Námsefni er af ýmsum toga. Í gegnum tíðina hafa bækur skipað sinn sess. Bækur eru sannarlega góðar sem slíkar og þær geta stuðlað að mjög fjölbreyttu og skapandi skólastarfi. Engu að síður er mikilvægt að auka fjölbreytnina og nýta tæknina betur. Tölvutæknin er alls staðar, en það sem er kannski mikilvægara er hið kennslufræðilega afl sem getur falist í henni. Sem dæmi má taka rafbækur eða fræðsluvefi, með sínu lifandi myndefni og þar sem fara má misdjúpt í efnið eftir aðstæðum eða áhuga. Annað dæmi eru forrit sem fela í sér alls konar útreikninga og gera nemendum fært að rannsaka töfra stærðfræðinnar; formúlur, runur og mynstur. Einnig má nefna hugbúnað þar sem notendur geta mögulega flakkað í tíma, kynnt sér annars konar samfélög og sett sig í spor annarra. PISA Undir lok síðasta árs var um fátt meira rætt en slakan árangur íslenskra barna í svokallaðri PISA könnun sem er samkvæmt vef Menntamálastofnunar „umfangsmikil alþjóðleg könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði“. Umræðan fór eins og vill verða um víðan völl og var augljóst að áhugafólki um skólamál var brugðið við niðurstöður sem virtust sýna fram á að frammistaða íslenskra nemenda væri undir meðaltali OECD-ríkja og undir árangri jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum á öllum þremur sviðum. Vissulega eiga mörg móðurmál undir högg að sækja í samtímanum. Lesskilningur barna og unglinga hlýtur að litast af því. Margir voru einnig fljótir til að benda á að snjallsímanotkun eykst frá ári til árs og verður áberandi hjá sífellt yngri aldurshópum. Almennur lestur hefur örugglega minnkað, og börn og unglingar eiga í minna sambandi við foreldra sína og aðra fullorðna. Innflytjendum hefur einnig fjölgað sem hefur valdið auknu álagi á skólakerfið. En þessi atriði virðast þó ekki skýra hvers vegna staðan er önnur og verri hér en víða annars staðar sem við berum okkur saman við. Sömu atriði eiga við í þeim löndum. Eitt atriði sem kom lítið fram í umræðunum undir lok síðasta árs var hver staðan sé í íslenskri námsefnisgerð. Getur verið að hluti ástæðunnar fyrir slæmum árangri íslenskra nemenda sé takmörkuð útgáfa á efni sem bæði reynir á lesskilning nemenda og vekur um leið áhuga þeirra? Það sem skilur Ísland frá mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við er hið smáa og viðkvæma málsvæði. Þegar við þurfum í raun að leggja meiri kraft í námsefnisgerð heldur en flest önnur lönd þá virðumst við dragast aftur úr. Við vitum að við getum lagt til framúrskarandi námsefni á íslensku í náttúruvísindum og stærðfræði, sem og auðvitað almennt námsefni sem reynir á lesskilning. En til þess að slíkt efni sé samið af fagfólki þarf í ríkara mæli að gera því kleift að helga sig slíkum skrifum. Undanfarin ár höfum við treyst á fórnfýsi og óeigingjarnt starf námsefnishöfunda fremur en eftirsóknarverð starfskjör fyrir þá útgáfu sem hefur þrátt fyrir allt átt sér stað á Íslandi. Meðan undirstöðurnar eru ekki betur styrktar er hætt við að námsefnisgerð standi áfram höllum fæti. Framtíð námsefnisgerðar Að útbúa námsefni krefst mikillar hæfni og sérþekkingar á ýmsum sviðum. Höfundar eru gjarnan í aðalhlutverki, en verkið kallar engu að síður á samvinnu ólíkra sérfræðinga. Til staðar verður að vera góð þekking á viðfangsefninu, kennslufræðileg þekking, sú list að kunna að skrifa á máli sem við á, hæfni til að myndskreyta og gera skýringarmyndir, auk þess að ganga frá til útgáfu, hver svo sem miðillinn er. Þetta er augljóslega verkefni sem margir koma að. Útgáfa námsefnis á íslensku hefur því miður verið í lægð. Við getum sannarlega gert betur og við skynjum áhuga fyrir því. Fjölga þyrfti skipulega í röðum námsefnishöfunda, styrkja þá, greiða þeim umtalsvert betri laun og opna þeim greiðari leið til að gefa út efni. Auka þarf fjármagn til námsefnisgerðar ef vel á að vera til að stuðla að fjölbreytni og gæðum námsefnis. Allir sem hlut eiga að máli þurfa einfaldlega að sýna meiri stórhug. En sem betur fer er margt í deiglunni. Starfshópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins er nú að störfum og ræðir fyrirkomulag íslenskrar námsefnisútgáfu. Einnig er framundan málþing, sem Hagþenkir hafði frumkvæði um að efnt yrði til, föstudaginn 16. febrúar klukkan 13.00–17.00 á Reykjavík Natura. Félagið ásamt fjölda hagaðila standa að málþinginu auk mennta- og barnamálaráðuneytisins og verður þar fjallað um námsefni og fyrirkomulag útgáfu þess. Markmið málþingsins er að skoða leiðir til að tryggja aukið aðgengi nemenda að vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum með því að fara yfir núverandi fyrirkomulag á útgáfu námsgagna og ræddar leiðir til úrbóta. Við vonum sannarlega að ástæða sé til bjartsýni hvað varðar námsefnisgerð og -útgáfu og þar með árangur nemenda til framtíðar. Við sjáum hér og þar vonarneista sem vonandi rétta íslenska námsefnisgerð við að lokum, öllum til farsældar. Höfundar eru báðir í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Námsefni í skólastarfi Öll getum við verið sammála um að með góðu námsefni er stuðlað að aukinni þekkingu, skilningi, hæfni og þroska nemenda. Gæði námsefnis hefur samkvæmt öllum rannsóknum mikil áhrif á árangur og menntun. Vissulega byggir menntun á einstaklingnum sjálfum, sem og kennurum og skólaanda, en námsefnið er alltaf viðfangsefnið sem glímt er við og spunnið út frá. Gott námsefni vekur áhuga, styður við fjölbreytta kennsluhætti, gagnrýna hugsun, lýðræðislegt samtal og skapandi vinnu. Það hvetur og örvar bæði nemendur og kennara. Gott námsefni er ekki einungis fyrir nemendur heldur styður það við kennarann í starfi sínu. Með faglegri og metnaðarfullri námsefnisgerð, í samræmi við aðalnámskrá, fæst efni sem skólakerfið og samfélagið getur treyst. Íslenskt samfélag þarf á að halda séríslensku námsefni sem tekur meðal annars mið af menningu okkar, sögu, einstakri náttúru og tungumáli. Eins verður að taka tillit til fjölbreytni nemenda og getu, til dæmis stækkandi hóps nemenda af erlendum uppruna og veita þarf þeim eðlilegt rými í skólakerfinu. Það ætti meðal annars að koma fram í námsefnisgerð. Þarna er alvarleg brotalöm. Námsefni er af ýmsum toga. Í gegnum tíðina hafa bækur skipað sinn sess. Bækur eru sannarlega góðar sem slíkar og þær geta stuðlað að mjög fjölbreyttu og skapandi skólastarfi. Engu að síður er mikilvægt að auka fjölbreytnina og nýta tæknina betur. Tölvutæknin er alls staðar, en það sem er kannski mikilvægara er hið kennslufræðilega afl sem getur falist í henni. Sem dæmi má taka rafbækur eða fræðsluvefi, með sínu lifandi myndefni og þar sem fara má misdjúpt í efnið eftir aðstæðum eða áhuga. Annað dæmi eru forrit sem fela í sér alls konar útreikninga og gera nemendum fært að rannsaka töfra stærðfræðinnar; formúlur, runur og mynstur. Einnig má nefna hugbúnað þar sem notendur geta mögulega flakkað í tíma, kynnt sér annars konar samfélög og sett sig í spor annarra. PISA Undir lok síðasta árs var um fátt meira rætt en slakan árangur íslenskra barna í svokallaðri PISA könnun sem er samkvæmt vef Menntamálastofnunar „umfangsmikil alþjóðleg könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði“. Umræðan fór eins og vill verða um víðan völl og var augljóst að áhugafólki um skólamál var brugðið við niðurstöður sem virtust sýna fram á að frammistaða íslenskra nemenda væri undir meðaltali OECD-ríkja og undir árangri jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum á öllum þremur sviðum. Vissulega eiga mörg móðurmál undir högg að sækja í samtímanum. Lesskilningur barna og unglinga hlýtur að litast af því. Margir voru einnig fljótir til að benda á að snjallsímanotkun eykst frá ári til árs og verður áberandi hjá sífellt yngri aldurshópum. Almennur lestur hefur örugglega minnkað, og börn og unglingar eiga í minna sambandi við foreldra sína og aðra fullorðna. Innflytjendum hefur einnig fjölgað sem hefur valdið auknu álagi á skólakerfið. En þessi atriði virðast þó ekki skýra hvers vegna staðan er önnur og verri hér en víða annars staðar sem við berum okkur saman við. Sömu atriði eiga við í þeim löndum. Eitt atriði sem kom lítið fram í umræðunum undir lok síðasta árs var hver staðan sé í íslenskri námsefnisgerð. Getur verið að hluti ástæðunnar fyrir slæmum árangri íslenskra nemenda sé takmörkuð útgáfa á efni sem bæði reynir á lesskilning nemenda og vekur um leið áhuga þeirra? Það sem skilur Ísland frá mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við er hið smáa og viðkvæma málsvæði. Þegar við þurfum í raun að leggja meiri kraft í námsefnisgerð heldur en flest önnur lönd þá virðumst við dragast aftur úr. Við vitum að við getum lagt til framúrskarandi námsefni á íslensku í náttúruvísindum og stærðfræði, sem og auðvitað almennt námsefni sem reynir á lesskilning. En til þess að slíkt efni sé samið af fagfólki þarf í ríkara mæli að gera því kleift að helga sig slíkum skrifum. Undanfarin ár höfum við treyst á fórnfýsi og óeigingjarnt starf námsefnishöfunda fremur en eftirsóknarverð starfskjör fyrir þá útgáfu sem hefur þrátt fyrir allt átt sér stað á Íslandi. Meðan undirstöðurnar eru ekki betur styrktar er hætt við að námsefnisgerð standi áfram höllum fæti. Framtíð námsefnisgerðar Að útbúa námsefni krefst mikillar hæfni og sérþekkingar á ýmsum sviðum. Höfundar eru gjarnan í aðalhlutverki, en verkið kallar engu að síður á samvinnu ólíkra sérfræðinga. Til staðar verður að vera góð þekking á viðfangsefninu, kennslufræðileg þekking, sú list að kunna að skrifa á máli sem við á, hæfni til að myndskreyta og gera skýringarmyndir, auk þess að ganga frá til útgáfu, hver svo sem miðillinn er. Þetta er augljóslega verkefni sem margir koma að. Útgáfa námsefnis á íslensku hefur því miður verið í lægð. Við getum sannarlega gert betur og við skynjum áhuga fyrir því. Fjölga þyrfti skipulega í röðum námsefnishöfunda, styrkja þá, greiða þeim umtalsvert betri laun og opna þeim greiðari leið til að gefa út efni. Auka þarf fjármagn til námsefnisgerðar ef vel á að vera til að stuðla að fjölbreytni og gæðum námsefnis. Allir sem hlut eiga að máli þurfa einfaldlega að sýna meiri stórhug. En sem betur fer er margt í deiglunni. Starfshópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins er nú að störfum og ræðir fyrirkomulag íslenskrar námsefnisútgáfu. Einnig er framundan málþing, sem Hagþenkir hafði frumkvæði um að efnt yrði til, föstudaginn 16. febrúar klukkan 13.00–17.00 á Reykjavík Natura. Félagið ásamt fjölda hagaðila standa að málþinginu auk mennta- og barnamálaráðuneytisins og verður þar fjallað um námsefni og fyrirkomulag útgáfu þess. Markmið málþingsins er að skoða leiðir til að tryggja aukið aðgengi nemenda að vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum með því að fara yfir núverandi fyrirkomulag á útgáfu námsgagna og ræddar leiðir til úrbóta. Við vonum sannarlega að ástæða sé til bjartsýni hvað varðar námsefnisgerð og -útgáfu og þar með árangur nemenda til framtíðar. Við sjáum hér og þar vonarneista sem vonandi rétta íslenska námsefnisgerð við að lokum, öllum til farsældar. Höfundar eru báðir í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar