Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 11:12 Bæði Brynjar og Jón eru Bjarna þakklátir fyrir að standa í því að leiða Sjálfstæðisflokkinn, sem er ekkert grín ef marka má orð þeirra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira