„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 12:06 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný. Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný.
Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira