Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 14:16 Frá eldgosinu sem hófst þann 8. febrúar síðastliðinn. Vísir/Björn Steinbekk Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. „Líkanreikningar byggðar á GPS gögnum frá goslokum 9. febrúar sýna að kvikusöfnun þar til í gær 14. febrúar sé um 2-3 milljón rúmmetrar. Áætlað var að þegar eldgos hófst 8. febrúar hafi um 10 milljón rúmmetrar hlaupið undan Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða mun magn kviku ná 10 milljón rúmmetrar í lok febrúar eða byrjun mars,“ segir í tilkynningunni. Þegar kvikumagnið er komið á það stig má gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og eldgosi aukist verulega. Væg skjálftavirkni Skjálftavirkni norðan Grindavíkur er áfram væg, allir skjálftar frá því á mánudag undir eða um einn að stærð. „Skjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli heldur áfram en þar hafa um 80 smáskjálftar, um eða undir 1,5 að stærð mælst síðan 12. febrúar. Dýpi skjálftanna undir vestanverðu Fagradalsfjalli er stöðugt um 6-8 km dýpi. Áfram verður fylgst náið með þessu svæði en að svo stöddu sýna aflögunarmælingar ekki vísbendingar um kvikusöfnun,“ segir í tilkynningunni. Uppfært hættumat Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og gildir næstu vikuna að öllu óbreyttu. Líkur á gosopnun hefur lækkað á öllum svæðum kortsins en líkur á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum innan Grindavíkur eru enn taldar miklar. Nýja hættumatskortið sem gildir frá deginum í dag til fimmtudagsins 22. febrúar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. „Líkanreikningar byggðar á GPS gögnum frá goslokum 9. febrúar sýna að kvikusöfnun þar til í gær 14. febrúar sé um 2-3 milljón rúmmetrar. Áætlað var að þegar eldgos hófst 8. febrúar hafi um 10 milljón rúmmetrar hlaupið undan Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða mun magn kviku ná 10 milljón rúmmetrar í lok febrúar eða byrjun mars,“ segir í tilkynningunni. Þegar kvikumagnið er komið á það stig má gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og eldgosi aukist verulega. Væg skjálftavirkni Skjálftavirkni norðan Grindavíkur er áfram væg, allir skjálftar frá því á mánudag undir eða um einn að stærð. „Skjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli heldur áfram en þar hafa um 80 smáskjálftar, um eða undir 1,5 að stærð mælst síðan 12. febrúar. Dýpi skjálftanna undir vestanverðu Fagradalsfjalli er stöðugt um 6-8 km dýpi. Áfram verður fylgst náið með þessu svæði en að svo stöddu sýna aflögunarmælingar ekki vísbendingar um kvikusöfnun,“ segir í tilkynningunni. Uppfært hættumat Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og gildir næstu vikuna að öllu óbreyttu. Líkur á gosopnun hefur lækkað á öllum svæðum kortsins en líkur á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum innan Grindavíkur eru enn taldar miklar. Nýja hættumatskortið sem gildir frá deginum í dag til fimmtudagsins 22. febrúar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira