Handbolti

Haukar stungu af í lokin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tjörvi Þorgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka í kvöld.
Tjörvi Þorgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka í kvöld. vísir/stefán

Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 24-28.

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og liðin skiptust á að skora og hafa forystuna. Lítið sem ekkert virtist geta skilið þessi lið að framan af leik og staðan var jöfn, 12-12, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn í Gróttu höfðu svo yfirhöndina í upphafi síðari hálfleiks og liðið náði þriggja marka forystu í stöðunni 18-15 þegar um tuttug mínútur voru til leiksloka. Haukar voru þó ekki lengi að jafna metin á ný og náðu forystunni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Gestirnir frá Hafnarfirði reyndust svo sterkari á lokakaflanum og sigldu mest fimm mörkum fram úr Gróttu. Niðurstaðan varð að lokum fjögurra marka sigur Hauka, 24-28, sem nú sitja í fimta sæti Olís-deildarinnar með 18 stig eftir 16 leiki, sjö stigum meira en Grótta sem situr í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×